Upphitun: Fyrsti heimaleikur í Boganum á Akureyri

Á laugardaginn næstkomandi, 26. maí, fer fram frysti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Leikið verður gegn Ægi frá Þorlákshöfn.
Eins og flestum er kunnugt kom Dalvíkurvöllur illa undan vetri og er því ekki í leikhæfur.
Leikurinn hefur því verið færður í Bogann á Akureyri og hefst kl. 14:00.

Ægis-menn unnu fyrsta leikinn sinn í Íslandsmótinu gegn Vængjum Júpíters 1-3 en töpuðu svo í 2.umferð gegn KH á heimavelli.
Lið Ægismanna er blanda af góðum útlendingum og reynslu miklum mönnum. Einn af þeirra bestu mönnum undanfarin ár, Jonathan Hood, mun væntanlega leika með Ægismönnum í þessum leik en hann er nýlega kominn til baka. Í fyrra skoraði hann 16 mörk í 19 leikjum fyrir Ægismenn.
Þeir hafa því verið að slípa liðið sitt saman að undanförnu og ljóst er að um hörku lið er að ræða.

Eftir sætan sigur í síðustu umferð hafa okkar menn í D/R unnið vel í vikunni og koma vel undirbúnir til leiks. Menn eru staðráðnir í að halda áfram á sigurbraut.

Við hvetjum fólk því til að mæta á völlinn á þessum kosninga- og meistaradeildardegi. Það er alltaf ákveðin stemning yfir heimaleikjum og strákarnir okkar þurfa á ykkar stuðningi að halda.
Stuðningsmannafélagið mun að sjálfsögðu mæta á svæðið og mála Bogann bláan!

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa í kringum heimaleiki í sumar. Verkefnin eru létt og þægileg, margar hendur vinna létt verk.
Áhugasamir hafið samband við Garðar Níelsson eða Hauk Snorrason, stjórnarmenn D/R.

 

Aðrar fréttir