Upphitun: Nágrannaslagur af bestu gerð
Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí, fer fram nágrannaslagur milli Dalvíkur/Reynis og KF. Leikið verður á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 og hvetjum við fólk til að mæta á völlinn.
Þessi leikur er sá síðasti í fyrri umferð 3. deildar þetta sumarið. Lið Dalvíkur/Reynis er á toppnum í deildinni með 18 stig eftir 8 leiki. D/R hefur verið á góðu róli undanfarið, unnið 4 af síðustu 5 leikjum liðsins. Leikmenn liðsins eru hungraðir í því að halda sigurgöngunni áfram.
Lið KF byrjaði mótið illa en hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum. Liðið vann góðan 2-0 heimasigur gegn KV í síðustu umferð en KV er í 2. sæti deildarinnar. Sigurinn lyfti KF upp í 7. sæti deildarinnar með 9 stig.
Deildin er ennþá mjög þétt og ljóst er að hún verður æsispennandi fram í lokaumferð.
Við hvetjum fólk til að mæta á Dalvíkurvöll á morgun, fimmtudag.
ÁFRAM D/R