Upphitun: Sindri – D/R

Í dag, laugardaginn 19.maí, leika okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og munum við reyna að setja inn fréttir frá leiknum á facebook síðu Dalvíkur/Reynis.

Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð um síðustu helgi og er því töluvert undir. Sindra-menn léku gegn KH og töpuðu 3-1.

Lið þeirra Sindra-mann er byggt upp á ungum og sprækum strákum og með þeim eru öflugir erlendir leikmenn. Þjálfari Sindra er reynsluboltinn Sinisa Valdimar Kekic. Undir lok gluggans styrktu Sindra-menn lið sitt töluvert og má því búast við breyttu liði hjá þeim í dag.
Sindra-menn fengu t.d. Zlatan til liðs við sig!

Vikan hefur verið góð og vel nýtt hjá okkar mönnum og menn tilbúnir í slaginn. Einhver forföll eru í hóp D/R, en liðið er staðráðið í að koma sér á blað í 3.deildinni þetta sumarið.
Góðu fréttirnar eru þær að Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn með leikheimild og mun spila í dag.

ÁFRAM D/R
Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing