Upphitun: Útileikur í Þorlákshöfn

Á morgun, laugardaginn 28. júlí, munu leikmenn D/R leggja land undir fót og stefna á Þorlákshöfn. Þar verður leikið gegn Ægis-mönnum og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Leikmenn Dalvíkur/Reynis koma fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Einhver smávægileg meiðsl hafa verið að hrjá liðið að undanförnu og verður því spennandi að sjá hvort allir leikmenn verði heilir heilsu og klárir í slaginn.
D/R eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 11 leiki.

Ægis-menn sitja sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 7 stig. Í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn hafa Ægismenn bætt við sig tveim nýjum erlendum leikmönnum, spjánverja og króata.
Ægis-menn eiga mikið af heimaleikjum eftir og ljóst er að þeir munu selja sig dýrt í þeirri baráttu sem er framundan.

Þetta verður því erfitt verkefni á Þorlákshöfn á morgun en okkar strákar verða klárir í slaginn.

Hér má sjá stöðuna í deildinni

ÁFRAM D/R!

Aðrar fréttir