Upphitun: Vopnfirðingar í heimsókn

Á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, hefst 15. umferð Íslandsmótsins í 3. deild með leik Dalvíkur/Reynis og Einherja.
Leikurinn byrjar klukkan 18:30 á Dalvíkurvelli og er búist við hörku slag.

Einherja menn hafa átt frábæra seinni umferð og blandað sér hressilega í toppbaráttuna. Liðið er með 21 stig í 5. sæti deildarinnar og því aðeins 3 stigum frá 2. sæti. Í síðustu umferð unnu þeir gífurlega sterkan 2-1 heimasigur gegn KH.
Akkilesarhæll þeirra Einherja-manna hafa hinsvegar verið útileikir en liðið hefur tapað öllum útileikjum sumarsins.

Leikmenn D/R koma á fullri ferð inn í þennan slag staðráðnir í að halda þægilegu bili í næstu lið fyrir neðan. Dalvík/Reynir er um þessar mundir í þungu prógrammi en liðið á þrjá erfiða leiki á 8 dögum.

Línur fara skýrast í 3.deildinni og hvetjum við fólk til að mæta á völlinn og styðja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM D/R!