Lengjubikar: Úrslitin ráðast

Á morgun, laugardaginn 30. mars, heldur Dalvík/Reynir austur á land og leikur þar við Fjarðabyggð í Lengjubikarnum.
Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni og hefst leikurinn kl 14:00.

Á morgun kemur í ljós hverjir það verða sem sigra riðilinn og tryggja sér sæti í úrslitakeppni Lengjubikarsins.
Sem stendur eru Höttur/Huginn efstir með 7 stig – en þeir hafa lokið öllum sínum leikjum.
Dalvík/Reynir er í ágætri stöðu ásamt Völsungi, en Völlarar eiga leik á sama tíma gegn Leikni F.

Það verður því spennandi að sjá hvernig leikar fara á morgun.

Áfram D/R

Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir