Velkomin á nýja heimasíðu

Velkomin á nýja heimasíðu Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Heimasíðan er ætluð Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis ásamt Barna- og Unglingaráði Knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Heimasíðan verður reglulega uppfærð með nýjustu fréttum og tilkynningum sem snúa að knattspyrnunni í Dalvíkurbyggð.
Spennandi tímar eru framundan fyrir félagið okkar. Sumarið er handan við hornið og fyrsti leikur hjá D/R er þann 12. maí.

Einnig hefur félagið risastórar fréttir að færa sem snúa að aðstöðumálum til knattspyrnuiðkunnar í Dalvíkurbyggð en nánar verður fjallað um þau mál á næstu misserum.
Við hvetjum fólk því til að vera dugleg við að kíkja hér inn og fylgjast með.