Vígsla á laugardaginn!

Dalvíkurvöllur verður opinberlega vígður með pompi og prakt laugardaginn 31. ágúst.

Dagskrá dagsins mun líta svona út:

11:00 Foreldrabolti yngriflokka og lokahóf!
Foreldrar keppa á móti krökkunum á gervigrasvellinum.
Eftir foreldraboltann fer lokahóf yngriflokka fram.

12:00 Grillaðir hamborgarar í boði!

13:00 Vígsluhátíð Dalvíkurvallar
Dalvíkurvöllur vígður með pompi og prakt. Hátíðarræður & viðurkenningar.
Rétt fyrir leik verður klippt á borðann.

14:00 Dalvík/Reynir – Vestri
FRÍTT Á VÖLLINN!
Dalvík/Reynir tekur á móti toppliði deildarinnar frá Ísafirði.
Frítt á völlinn í boði aðalstjórnar UMFS Dalvíkur.

14:45 Hátíðarkaffi í hálfleik!
Flottar veitingar í boði fyrir gesti. Kaffi og kökur í boði Dalvíkurbyggðar!

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á Dalvíkurvöll á laugardaginn!