Vinnudagur á Dalvíkurvelli
Nú styttist óðfluga í fyrsta leik sumarsins á Dalvíkurvelli. Leikurinn gegn KFG verður á Dalvíkuvelli á laugardaginn næstkomandi kl. 14:00.
Knattspyrnudeild Dalvíkur auglýsir eftir sjálfboðaliðum í vinnudag á Dalvíkurvelli miðvikudaginn 06.06.2018 klukkan 18:00.
Nóg er að verkefnum og margt þarf að gera til að koma svæðinu okkar í stand.
Það munu allir geta fundið verkefni við hæfi.
Skúrfa þarf upp auglýsingaskiltin, Þrífa og fara yfir varamannaskýlin, grjóthreinsa völlinn, týna rusl, snyrta stúkuna og umhverfið, yfirfara keppnismörkin, laga til í aðstöðunni o.fl.
Gott væri ef sjálboðaliðar gætu tekið með sér verkfæri í skiltauppsetningu.
Margar hendur vinna létt verk og reiknað er með verklokum um kl. 19:15.