Vinnudagur á Dalvíkurvelli

Íþróttaæfingar og keppni barna og fullorðinna fara aftur í gang á fimmtudaginn, þegar nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum taka gildi. Þetta eru vissulega frábærar fréttir og stutt í að alvara sumarsins hefjist.

Að því tilefni hefur verið ákveðið að setja á vinnudag á Dalvíkurvelli þar sem skilti verða sett upp og svæðið standsett fyrir komandi átök.

Við munum hittast á vellinum kl 17:30, fimmtudaginn 15. apríl og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Þeir sem hafa aðgang að skrúfvélum eru beðnir um að grípa þær með sér.

Aðrar fréttir