Vont tap gegn Vængjum

Í gær lék Dalvík/Reynir gegn Vængjum Júpíters í 16.umferð 3.deildar karla. Leikið var á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll.

Okkar menn í Dalvík/Reyni léku ágætlega í þeim fyrri en liðið skapaði sér fín marktækifæri. D/R átti meðal annars marktilraun eftir horn sem endaði í stöng heimamanna en inn vildi boltinn ekki.

Í síðari hálfleik náðu leikmenn D/R sér ekki á strik. Sóknarleikur liðsins virkaði illa og Vængir Júpíters komust meira inn í leikinn.
Jafntefli hefðu sennilega verið sanngjörn úrslit en dómari leiksins dæmdi ódýra aukaspyrnu á markteigslínu D/R manna á 82.mínútu leiksins. Úr aukaspyrnunni skoruðu Vængja-menn og tryggðu sér 1-0 sigur í leiknum.

Tvær vikur eru nú í næsta leik hjá Dalvík/Reyni og munu leikmenn og þjálfarar vonandi nýta þann tíma vel og koma dýrvitlausir í síðustu tvo leikina.

Leikskýrslan úr leiknum er HÉR
Staðan í riðlinum er HÉR

Næstu leikir

D/R – KH         Dalvíkurvöllur           8. sept
KF – D/R         Ólafsfjarðarvöllur      15. sept

Aðrar fréttir