We are going up!

Um helgina tryggði Dalvík/Reynir sér sæti í 2.deild að ári. D/R tók á móti KH á Dalvíkurvelli og var ljóst að sigur í leiknum myndi tryggja okkur annað af tveim efstu sætum deildarinnar. Jafntefli gat líka farið langt með þetta en þá hefðu önnur úrslit þurft að vera hagstæð.

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn í D/R og vorum við töluvert sterkari aðilinn. D/R fékk réttilega dæmda vítaspyrnu snemma í leiknum en sú spyrna fór forgörðum.
Þorri Mar Þórisson kom okkur hinsvegar í 1-0 forystu á 16′ mín leiksins með góðu marki eftir frábæra skyndisókn.
Nokkur önnur hálffæri litu dagsins ljós en staðan í hálfleik var 1-0.

Í þeim síðari komu KH menn sterkari til leiks og héldu boltanum betur, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri.
Liðsmenn D/R fengu 2-3 fín tækifæri sem ekki nýttust og á endanum jafnaði KH leikinn á 87′ mín leiksins.

Niðurstaða leiksins var því 1-1 jafntefli.

Við tóku því spennuþrungin bið eftir lokastöðu úr öðrum leikjum. Að lokum duttu hagstæð úrslit í hús og því ljóst að Dalvík/Reynir hafi tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

Frábær árangur hjá ungu og spennandi liði sem spáð var botnsætunum fyrir mót.

Leikskýrsla leiksins
Staða deildarinnar