2. deild: KFG – D/R
Á morgun, laugardaginn 11. maí, munu okkar menn í Dalvík/Reyni leggja land undir fót og stefna í Garðabæinn. Leikið er gegn KFG á Samsung-vellinum og hefst leikurinn kl 16:00.
Bæði lið eru nýliðar í deildinni en KFG byrjaði á erfiðum útileik gegn Víði Garði þar sem liðið tapaði 2-1.
Okkar menn byrjuðu einnig á útileik en það var í Vogunum og endaði sá leikur með jafntefli.
Liðsmenn KFG hafa verið duglegir að bæta við sig nýjum leikmönnum undanfarna daga eins og sjá má t.d. HÉR og HÉR og HÉR.
Dalvík/Reynir missti hinsvegar Fannar Daða Malmquist í Þór á dögunum og óskum við honum velfarnaðar.
Það er því ljóst að það er mikill slagur framundan á gervigrasinu í Garðabænum og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn áfram!