Gunnar Örvar í Dalvík/Reyni

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur náð samkomulagi við Gunnar Örvar Stefánsson, sóknarmanninn stóra og stæðilega, um að leika með Dalvík/Reyni í sumar.
Gunnar Örvar kemur á lánssamningi frá KA.

Gunnar Örvar, sem er fæddur 1994, hefur leikið 148 leiki hér á landi með KA, Þór og Magna og hefur hann skorað í þeim 48 mörk.
Í vetur lék hann með St. Andrews í B-deildinni á Möltu, en frammistaða hans þar vakti verðskuldaða athygli.
Einnig hefur Gunnar Örvar leikið í Noregi og á Ítalíu.

Gunnar Örvar kemur með mikla hæð og kraft í sóknarlínu Dalvíkur/Reynis og verður gaman að fylgjast með honum í bláu treyjunni í sumar.

Gunnar Örvar er annar leikmaðurinn sem semur við Dalvík/Reyni nú rétt fyrir gluggalok, en í gær var tilkynnt að breski varnarmaðurinn Aaron Ekumah hafi samið við liðið.

Við bjóðum Gunnar Örvar, Skipið, GÖ-Vélina hjartanlega velkominn!

Aðrar fréttir