John Connolly kveður að sinni

John S. Connolly, Bandarískur markvörður Dalvíkur/Reynis, mun að öllu óbreyttu ekki spila með Dalvík/Reyni í 2.deildinni á næsta ári.
John stóð sig frábærlega innan vallar sem utan og setti svip sinn á lið D/R. Hann var m.a. valinn í lið ársins 3.deildinni, fékk á sig færst mörk í deildinni og hélt hann markinu 9 sinnum hreinu síðasta sumar.

John Connolly kvaddi leikmenn með fallegum skilaboðum og vildi hann senda stuðningsmönnum liðsins skilaboð:

“Kæri Dalvíkingar. Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég sé mér ekki fært að stökkva aftur á tækifærið og koma til Dalvíkur. Þetta var hrikalega erfið ákvörðun og mun ég örugglega sjá eftir henni. Síðasta sumar var frábært í alla staði og það hefði verið frábært að taka annað tímabil með ykkur í 2.deild.
Ákvörðunin byggist út frá atvinnumöguleikum mínum heima í Kaliforníu sem krefst þess að ég fari í frekara nám. Ég get ekki beðið með þann hluta lífs míns mikið lengur.
Ákvörðunin var ennþá erfiðari þar sem ég elskaði lífið á Dalvík og félagið. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að taka svona vel á móti mér og minni fjölskyldu.
Ég óska ykkur öllum alls hins besta.”

Félagið vill nota tækifærið og óska John og hans fjölskyldu alls hins besta og þökkum honum fyrir samstarfið.

#TakkJohn

John Connolly
Markmaður
#1

Aðrar fréttir