Leikmenn í úrtaksæfingum U15 og U16
Fleiri leikmenn tengdir barna- og unglingastarfi Dalvíkur hafa verið boðaðir í úrtaksverkefni á vegum KSÍ.
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 2.-4. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöllinni og Egilshöll.
Þar verða þær Harpa Hrönn Sigurðardóttir (dóttir Jónu Gunnu og Rúnars) og Antonía Huld Ketilsdóttir (dóttir Hildar og Ketils).
Einnig valdi Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 landsliða, hópa sem taka þátt í æfingum á Norðurlandi helgina 27.-28. október. Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri.
Þar verður Elvar Freyr Jónsson (sonur Nonna og Valdísar), Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir (dóttir Friðriku og Alla) og Júnía Efemía Felixdóttir, dóttir Ingu Rutar og Felix.
Á dögunum greindum við frá því að Gulli Rafn væri að fara á U16 æfingar og er þetta því orðinn myndarlegur hópur leikmanna sem koma í gegnum barna- og unglingastarf félagsins.
Við óskum krökkunum góðs gengis.
Dalviksport reynir sitt besta að fylgjast með krökkunum okkar sem boðuð eru í úrtaksverkefni.
Ef eitthvað fer framhjá okkur eða eitthvað fer á mis tökum við fagnandi á móti ábendingum á [email protected] eða í skilaboðum gegnum facebooksíðu D/R