Dalvík í Jako – Tilboðsdagar í gangi!

Eins og greint var frá fyrir skömmu var ákveðið að skipta yfir í nýjan íþróttavöruframleiðanda og hefur Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert 4 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Jako. Því munu bæði meistaraflokkur sem og barna- og unglingaráð vera í fatnaði frá Jako næstu árin.

Á vefsíðunni www.jakosport.is eru nokkrar vörur komnar í sölu og það á sérstöku Jólatilboði.
Þar má m.a. finna keppnisbúninginn og er það tilvalin jólagjöf fyrir ungar fótboltastjörnur!
Áhersla var lögð á að ná hluta af vörunum í sölu fyrir jól en eftir áramót munu svo fleiri vörur fara í sölu. Þá munu Jako vörurnar einnig verða fáanlegar í Toppmenn&Sport á Akureyri.

Jako eru nú þegar að þjónusta mörg félög á landinu en Jako eru þekktir fyrir góða þjónustu og gæðamiklar vörur. Knattspyrnudeildin bindur því miklar vonir við samstarfið.

Landsbankinn aðal styrktaraðili

Landsbankinn kemur til með að vera aðal styrktaraðili knattspyrnudeildar Dalvíkur og verða því framan á búningi meistaraflokks sem og barna- og unglingaráðs.
Stuðningur Landsbankans er mikilvægur þáttur í rekstri knattspyrnudeildarinnar í heild.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af hluta af nýju Jako vörunum.

Hér er hægt að sjá allt vöruframboðið

Keppnistreyja UMFS Dalvík

Keppnistreyja UMFS Dalvík

Keppnisstuttbuxur

Keppnisstuttbuxur

Félags peysa

Félags peysa

Keppnistreyja D/R

Keppnistreyja D/R

Bakpoki

Bakpoki

Aðrar fréttir