Sveinn Margeir framlengir til 2020

Þær frábæru fréttir voru að berast að Dalvíkingurinn knái Sveinn Margeir Hauksson hefur samþykkt nýjan samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.
Sveinn Margeir, sem fagnar einmitt 17 ára afmæli sínu í dag, skrifar undir tveggja ára samning og sýnir því félaginu mikla tryggð.

Sveinn Margeir spilaði frábærlega síðasta sumar og var einn af lykilmönnum liðsins, þrátt fyrir ungan aldur. Sveinn var valinn efnilegasti leikmaður Dalvíkur/Reynis á lokahófi félagsins og var hann einnig valinn í lið ársins í 3.deildinni.

Félög í Pepsi-deildinni hafa fylgst með Sveini Margeiri og hafa sýnt honum áhuga. Þetta eru því gífurlega jákvæðar fréttir að Sveinn hafi framlengt samning sinn.

„Það er okkur gríðarlega mikilvægt að halda í okkar heimastráka og að kjarninn í liðinu haldi sér. Sveinn Margeir sýndi okkur síðasta sumar hvaða hæfileikar búa í honum og hann er tilbúinn í að axla meiri ábyrgð og fá stærra hlutverk“ segir Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Frábærar fréttir og við munum færa ykkur frekari fréttir af leikmannahópnum von bráðar.

Vel gert Sveinn! Til hamingju Dalvík/Reynir.

Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Sveinn Margeir Hauksson
Sveinn Margeir Hauksson
Sveinn Margeir Hauksson
Miðjumaður
#19
Uppalinn Dalvíkingur