Vilt þú aðstoða við Dalvíksport TV?

Knattspyrnudeild Dalvíkur stefnir á að sýna heimaleiki liðsins í beinu streymi á YouTube rás liðsins, DalvíksportTV.
Við auglýsum eftir aðila/aðilum sem tilbúnir eru til að aðstoða okkur við þennan lið í framkvæmd á heimaleikjum.

Á dögunum fékk Knattspyrnudeild nýjan búnað að gjöf frá smíðafyrirtækinu Böggur ehf.
Videovélin er góð en ásamt henni fylgir stýrikerfi sem er gríðarlega einfalt að læra á.
Einnig er auðvelt að tengja búnað þannig að hægt sé að lýsa leikjum.
Videovélinni verður staðsett upp á vallarhúsinu okkar, en þar uppi eru öll tengi og þægilegt að vera.

Þetta er því tilvalið verkefni fyrir 2-3 aðila að skipta á milli sín. Létt og skemmtilegt, stuð og stemning!
Búnaðurinn er mjög einfaldur og þægilegur.

Næsti heimaleikur er á fimmtudaginn 3. júní þegar Tindastóll kemur í heimsókn á Dalvíkurvöll. Við stefnum á að hafa leikinn í beinni.

Ef þú hefur áhuga á að hjálpa til við þennan þátt, má endilega setja sig í samband í gegnum [email protected], eða við einhverja af eftirtöldum stjórnarmönnum:
Friðjón Árni
Jón Már
Magni Þór
Kristinn Þór
Heiðar Andri
Ingvar Örn
Haukur Snorra
Garðar Níelsar

Aðrar fréttir