Kelvin Sarkorh framlengir samning sinn

Varnarmaðurinn öflugi Kelvin Sarkorh hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.
Þetta eru frábærar fréttir þar sem Kelvin var einn af lykilmönnum í sterki vörn Dalvíkur/Reynis á nýliðnu tímabili. Kelvin var valinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins og einnig valinn í lið ársins í 3.deildinni.

Kelvin Sarkorh, fæddur 1993, fæddist í Líberíu en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Síðasta sumar tók hann virkann þátt í lífinu á Dalvík og setti strax svip sinn á starf félagsins. Hann starfaði m.a. sem yngriflokkaþjálfari við góðan orðstír en Kelvin er mikið prúðmenni innan sem utan vallar.
Það er því mikil ánægja með að leikmaðurinn skuli framlengja samning sinn og halda tryggð við Dalvík/Reyni.

Kelvin er væntanlegur til landsins fljótlega eftir áramót.

Áður höfðu þeir Steinar Logi, Fannar Daði og Jón Björgvin framlengt samninga sína sem og Sveinn Margeir Hauksson. 

Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Kelvin Sarkorh

Kelvin Sarkorh
Varnarmaður
#15

Aðrar fréttir