Á morgun, föstudaginn 29. júní, fer fram alvöru slagur í 3. deildinni. Þá halda okkar menn í D/R suður í Borg Óttans og heimsækja KH. Leikið er á Valsvelli og hefjast leikar kl 20:00. Bæði lið eru með 15 stig í 2-3 sæti deildarinnar, stigi á eftir KV sem er í toppsætinu. Þetta er því… Read more »
Month: júní 2018
Flottur heimasigur á laugardaginn
Á laugardaginn s.l. tók Dalvík/Reynir á móti Vængjum Júpíters. Leikið var á iðagrænum Dalvíkurvelli og var góð stemning í stúkunni. Dalvík/Reynir voru töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og má í raun segja að eitt lið hafi verið á vellinum. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu leiksins þegar hann snéri varnarmenn Vængjanna… Read more »
Heimaleikur á laugardaginn
Þá er komið að næsta heimaleik Dalvíkur/Reynis en það er gegn Vængjum Júpíters. Leikurinn er á laugardaginn 23. júní og hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir kemur á góðu skriði inn í þennan leik en liðið hefur haldið markinu hreinu í síðustu tveim leikjum. Leikmenn liðsins eru staðráðnir í því að halda áfram á sigurbraut… Read more »
Flottur sigur á Vopnafirði – Myndaveisla
Í gær héldu okkar menn austur á land og léku við Einherja á Vopnafirði. Spilað var við ágætar aðstæður á Vopnafirði, völlurinn blautur en nánast logn. Fyrstu 15-20 mínútur leiksins var jafnræði á milli liðanna en eftir það tók D/R öll völd á vellinum. Okkar menn voru sterkari aðilinn að ógnuðu marki heimamanna. Fyrsta mark… Read more »
Næsti leikur: Einherji á útivelli
Á morgun, þriðjudaginn 19. júní, munu okkar menn í D/R heimsækja Einherja á Vopnafjörð. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Vopnafjarðarvelli. 10 dagar eru liðnir frá síðasta leik D/R en það var góður 2-0 heimasigur gegn KFG. Leikmenn og þjálfarateymið hafa nýtt pásuna vel í að fínpússa hlutina og menn eru staðráðnir í að ná í… Read more »
6. flokkur Set-móts meistarar!
6. flokkur Dalvíkur var um síðustu helgi á Selofssi þar sem flokkurinn tók þátt í Set mótinu. Eitt lið var skráð til leiks frá UMFS Dalvík og gekk mótið frábærlega. Liðið var aðeins skipað krökkum úr 2009 árgangnum. UMFS Dalvík gerði sér lítið fyrir og unnu sína deild og komu því skælbrosandi með bikar í… Read more »
Frábært Norðurálsmót að baki
Leikmenn 7. flokks Dalvíkur héldu á Norðurálsmót ÍA á Akranesi helgina 8.-10. júní til að etja kappi við jafnaldra sína frá öllu landinu. UMFS Dalvík sendi tvö lið til leiks og fengu leikmennirnir 12 gríðarlega hvatningu frá foreldrum, systkinum, öfum og ömmum og fleiri aðdáendum liðsins daufa slaka úr norðrinu. Sómi var af framkomu og… Read more »
Myndir frá æfingu
Haukur Snorrason mætti á æfingu um daginn með myndavélina að vopni og skaut nokkrum skemmtilegum myndum. Æfingin var þann 4.6.2018 á Gullströndinni.
Sigurvegarar í facebook-leik
Á dögunum var settur í loftið getraunaleikur á facebook síðu Dalvíkur/Reynis. Þeir sem tóku þátt áttu möguleika á að vinna nýjar keppnistreyjur Dalvíkur/Reynis. Tvær keppnistreyjur voru í verðlaun að þessu sinni. Góð þátta var í leiknum og skemmtilegar ágiskanir bárust. Búið er að draga sigurvegara og sigurvegararnir eru þau Bergþóra Jónsdóttir og Friðrik Ingi Þórðarson…. Read more »
Myndaveisla úr fyrsta heimaleik
Haukur Snorrason var með myndavélina á lofti í fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli. Spilað var gegn KFG frá Garðabæ og endaði leikurinn með góðum 2-0 heimasigri okkar manna. Alltaf gaman að skoða skemmtilegar myndir.
Nýlegar athugasemdir