Month: ágúst 2019

Vígsla á laugardaginn!

Dalvíkurvöllur verður opinberlega vígður með pompi og prakt laugardaginn 31. ágúst. Dagskrá dagsins mun líta svona út: 11:00 Foreldrabolti yngriflokka og lokahóf!Foreldrar keppa á móti krökkunum á gervigrasvellinum. Eftir foreldraboltann fer lokahóf yngriflokka fram. 12:00 Grillaðir hamborgarar í boði! 13:00 Vígsluhátíð DalvíkurvallarDalvíkurvöllur vígður með pompi og prakt. Hátíðarræður & viðurkenningar. Rétt fyrir leik verður klippt… Read more »

Óskum eftir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum á Dalvíkurvöll á morgun (miðvikudaginn 28. ágúst) kl. 16:00. Unnið verður við þökulögn og lokafrágang á svæðinu. Stefnt er að vígsluhátíð á laugardaginn og eru nokkrir verkþættir sem við viljum ljúka fyrir þann dag.Vígsluhátíðin verður nánar auglýst síðar. Öll hjálp vel þegin!

Kára menn í heimsókn á sunnudag

Sunnudaginn n.k. (25. ágúst) koma Kára-menn frá Akranesi í heimsókn á Dalvíkurvöll. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Kára menn eru með flott lið en þeir standa í harðri baráttu í neðrihluta deildarinnar. Undanfarið hafa þeir verið að ná í ágætis úrslit en þeir hafa aðeins tapað einum leik í síðustu fjórum umferðum. Liðsmenn D/R hafa ennþá… Read more »

Myndaveisla úr sigurleik gærdagsins

Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsung í 2.deild karla. Leikið var á Dalvíkurvelli og var flott stemning á vellinum. Leikurinn endaði með 3-1 sigri okkar manna. Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö af mörkum okkar en fyrra markið var einkar fallegt. Sveinn vann boltann á miðjum vallarhelmingi Völsunga, rauk upp að vítateig… Read more »

Dalvík/Reynir – Völsungur

Miðvikudaginn 21. ágúst taka okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsungum frá Húsavík.Leikurinn hefst klukkan 18:00 og spilað verður á Dalvíkurvelli. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana okkar til sigurs! Áfram Dalvík/Reynir

Myndaveisla D/R – Tindastóll

Dalvík/Reynir hafði betur gegn spræku Tindastóls-liði þegar liðin mættust í Fiskidagsleiknum 2019. Leikurinn var hluti af 15. umferð í 2.deild karla. Markaskorarar Dalvíkur/Reynis voru þeir Sveinn Margeir Hauksson, Gianni De Lorenzo og Þröstur Mikael Jónasson.Hér má sjá leikskýrslu leiksins Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti og tók myndir úr leiknum. Hér fyrir neðan… Read more »

Brúinn leikskrá – Fiskidagsleikurinn

Leikskrá Brúans er komin út fyrir leik Dalvíkur/Reynis og Tindastóls. Við hvetjum fólk til þess að skoða leikskránna. Í leikskránni má finna viðtöl við Jóhann Má Kristinsson, yfirþjálfara barna- og unglingaráðs, og Kelvin Sarkorh leikmann D/R.Eins má finna myndir og annan fróðleik! Smelltu hér til lesa Brúann ÁFRAM D/R

Jako tilboðsdagar á Dalvík

Fimmtudaginn, 8. ágúst, frá 17:30 – 19:00 fáum við Jako-menn í heimsókn til okkar og verður tilboðsdagur af Dalvíkur fatnaði í litla salnum í Íþróttamiðstöðinni (gömlu ræktinni). Hægt er að máta og panta flíkur, mismunandi hvort hægt sé að fá afhent á staðnum eða sent heim 10-14 dögum seinna. Einnig verða þeir með allskyns Jako… Read more »