Month: mars 2020

Engar æfingar á vegum Knattspyrnudeildar

Engar æfingar verða á vegum Knattspyrnudeildar Dalvíkur, sem og hjá öðrum félögum, á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. “Af þeim sökum og að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og… Read more »

Allar æfingar falla niður um óákveðin tíma

Vegna nýrra tilmæla ÍSÍ í gærkveldi þar sem mælst var til að íþróttastarf hjá börnum á leik- og grunnskólaldri falli niður sitt starf til 23.mars, hefur stjórn Barna- og unglingaráðs ákveðið að fylgja þeim tilmælum líkt og önnur íþróttafélög. Staðan verður svo endurmetin hjá ÍSÍ og yfirvöldum mánudaginn 23.mars og skoðað hvort breytingar verði á… Read more »

Æfingar yngriflokka falla niður á mánudag

Æfingar allra yngriflokka falla niður á mánudaginn 16. mars. Framhaldið skýrist seinni part mánudags og verða upplýsingar sendar. ÍSÍ hefur gefið út tilmæli sem miðar æfingar við 20 einstaklinga og að hópar skarast ekki fyrir og eftir æfingar. Við eigum auðvelt með að sníða okkur að þeim tilmælum. Hreyfingin er mikilvæg og mælist Víðir Reynisson… Read more »

Næsti leikur gegn Einherja

Næsti leikur okkar manna í Dalvík/Reyni mun fara fram á laugardaginn 14.mars gegn Einherja frá Vopnafirði.Um er að ræða frestaðan leik sem átti að fara fram í lok febrúar á Dalvíkurvelli. Leikurinn verður spilaður í Boganum á Akureyri og hefst hann klukkan 17:15. Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og hvetja okkar… Read more »

Lengjubikar um helgina

Á morgun, laugardaginn 7. mars, leika okkar menn í Dalvík/Reyni gegn nágrönnum okkar úr Fjallabyggð, KF! Leikurinn er hluti af B-deild Lengjubikarsins. Upprunalega átti leikurinn að fara fram á Dalvíkurvelli en nú hefur hann verið færður inn í Bogann. Leikurinn hefst klukkan 19:45! Við hvetjum fólk til þess að mæta í Bogann á laugardagskvöldið! ÁFRAM… Read more »

Aron Ingi og Rúnar Freyr semja við Dalvík/Reyni

Þær frábæru fréttir voru að berast að leikmennirnir Aron Ingi Rúnarsson og Rúnar Freyr Þórhallsson hafa skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Aron Ingi Rúnarsson er 24 ára markvörður sem kemur til liðs við D/R frá Þór Akureyri. Aron Ingi hefur verið samnigsbundinn Þór Akureyri undanfarin þrjú keppnistímabil en sumarið 2016 lék hann… Read more »

Aðalfundur BUR

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs UMFS í knattspyrnu verður haldinn miðvikudaginn 11. mars n.k. í aðstöðunni (neðri hæð sundlaugar) kl. 17:00. Hefðbundin aðalfundastörf. Dagskrá fundar:1. Fundarstjóri setur fundinn2. Skýrsla stjórnar lesin3. Gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikningi félagsins4. Önnur mál. Hvetjum fólk til að mæta á svæðið. Stjórn Barna- og unglingaráðs UMFS