Month: maí 2020

Æfingaleikir framundan – Pepsi Max lið á Dalvíkurvelli

Í dag, 25. maí, hefur þeim takmörkum verið aflétt að meistaraflokkar mega hefja starfsemi sína að fullum krafti. Mörg lið hafa skipulagt æfingaleiki til að gera sig klára í komandi verkefni. Okkar menn í Dalvík/Reyni munu leika tvo æfingaleiki á Dalvíkurvelli á næstu dögum en þeir eru: Mán. 25. maí kl. 18:15 D/R – KA… Read more »

Jóhann Hreiðarsson nýr aðstoðarþjálfari D/R

Jóhann Hilmar Hreiðarsson hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari Dalvíkur/Reynis fyrir komandi tímabil og hefur hann nú þegar hafið störf. Jói hefur undanfarin ár þjálfað hjá Val, en þar var hann þjálfari 2.flokk karla ásamt afreksakademíu félagsins. Jóa þarf vart að kynna fyrir Dalvíkingum og stuðningsmönnum liðsins. Hann hefur leikið í rúmlega 115 leiki fyrir… Read more »

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00. Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu okkar á neðri hæð sundlaugar. Hefðbundin aðalfundarstörf.Léttar veitingar í boði – allir velkomnir! Hvetjum fólk til þess að mæta. Stjórn Knattspyrnudeildar D/R

Frábær þátttaka í facebook leik

Á dögunum fór af stað styrktarleikur á Facebook þar sem aðilar skoruðu á hvorn annan að standa þétt við bakið á íþróttaliðum í landinu.Vaskir Dalvíkingar og stuðningsmenn knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð riðu á vaðið og mátti sjá áskorunina fara út um víðan völl. Einna dýrmætast er að finna og sjá samheldnina í okkar fólki á tímum… Read more »