Month: júní 2019

Markalaust jafntefli við Fjarðabyggð

Í kvöld lék Dalvík/Reynir á móti Fjarðabyggð í 9.umferð 2.deildar karla.Leikið var í Boganum á Akureyi. Leikurinn var nokkuð fjörugur en heilt yfir voru heimamenn í Dalvík/Reyni öflugari aðilinn. Ljóst var að gestirnir frá Fjarðabyggð ætluðu að verja stigið með kjafti og klóm. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með markalaustu jafntefli…. Read more »

Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð

Dalvík/Reynir tekur á móti Fjarðabyggð í 9. umferð 2.deildar karla. Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 20:30! Liðsmenn D/R koma til leiks hungraði í sigur eftir skítt tap fyrir vestan í síðustu umferð. Nokkrir leikmenn liðsins eru að snúa til baka eftir meiðsli og lítur leikmannahópur okkar vel út. Liðsmenn Fjarðabyggðar… Read more »

Óskum eftir sjálfboðaliðum – vallarframkvæmdir

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum í vikunni við að leggja niður snjóbræðslulagnir á Dalvíkurvöll. Aðstoða þarf pípara og aðra verkamenn sem eru á svæðinu við það að draga út hitaveitulagnir og koma fyrir á rétta staði, smella saman festingum og öðrum tilfallandi verkefnum. Dagskráin er þessi:Mið 26. júní 16:00 – 19:00 caFim 27. júní 16:00… Read more »

Tap fyrir vestan

Um helgina léku okkar menn í Dalvík/Reyni á Ísafirði gegn góðu Vestra liði. Liðsmenn Dalvíkur/Reynir flugu vestur með leiguflugi frá Norlandair. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið að þreifa fyrir sér. D/R átti tvö hálffæri snemma leiks áður en Vestra menn náðu að pota inn marki á 30…. Read more »

Strandarmót Jakó

Nú er tæpur mánuður í að hið árlega Strandarmót Jako 2019 fari fram á Árskógsvelli. Mótið verður haldið helgina 20. – 21. júlí og leikið verður með hefðbundnu sniði. Styrkleikaskipt verður fyrir 6.-8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka. Laugardagur:8. flokkur 10:00 – 13:006. flokkur 13:00 – 16:00 Sunnudagur:7. flokkur 10:00 – 15:00 Að lokinni… Read more »

Sterkur sigur á Kára

Á sunnudaginn síðastliðinn héldu okkar menn upp á skipaskaga og léku þar við Káramenn.Leikið var í Akraneshöllinni. Leikurinn var hinn fjörugasti og voru alls skoruð fjögur mörk í fyrrihálfleiknum. Kára-menn komust yfir á 14. mínútu en D/R náði að jafna tveim mínútum síðar en það mark var sjálfsmark Kára manna.Á 22. mínútu fengu Kára-menn ódýra… Read more »

2. deild: Kári – Dalvík/Reynir

Næsti leikur okkar manna er gegn Kára-mönnum frá Akranesi. Leikið verður í Akranes-höllinni sunnudaginn 16. júní klukkan 18:00. Kári er sem stendur með 5 stig eftir 6 umferðir. Liðið hefur tekið þónokkrum breytingum frá síðasta ári en þar má finna unga og öfluga Skagastráka í blandi við reynslumikla leikmenn.Þjálfari liðsins er Skarphéðinn Magnússon, fyrrum markvörður… Read more »

Sigurvegarar í Jako-leiknum!

Fyrir leik Dalvíkur/Reynis og Selfoss var settur af stað Jako-getraunaleikur á facebooksíðu Dalvíkur/Reynis.Leikurinn gekk út á að stuðningsmenn áttu að giska á rétt úrslit leiksins og í verðlaun voru tvær nýjar Jako keppnistreyjur Dalvíkur/Reynis. Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að birta sigurvegara leiksins fyrr en nú. Sigurvegararnir eru þeir Bjarmi Skarphéðinsson og Ingvi Hrafn… Read more »

Myndaveisla úr leik Völsungs og D/R

Á dögunum fór fram leikur Völsungs og Dalvíkur/Reynis í 2.deild karla. Spilað var á Húsavíkurvelli við frábærar aðstæður.Leikurinn endaði með dramatísku 1-1 jafntefli. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson og kunnum við honum bestu þakkir. Myndirnar eru einnig komnar inn í myndasafnið á Dalvíksport.is síðunni sem má finna HÉR

2.deild: Völsungur – D/R

Á morgun, fimmtudaginn 6. júní, munu okkar menn í Dalvík/Reyni halda austur til Húsavíkur og leika þar við Völsung.Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Húsavíkurvelli. Lið Völsungs hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt af allra bestu liðunum í þessari deild. Liðið er gífurlega vel skipulagt og vel mannað.Þeir sitja um þessar mundir í 6…. Read more »