Month: desember 2019

110 ára afmæli UMFS í dag!

Knattspyrnudeild Dalvíkur langar að koma því á framfæri að í dag, 30. desember, fagnar Ungmennafélag Svarfdæla (UMFS Dalvík) 110 ára afmæli sínu. Félagið okkar var stofnað þann 30. desember árið 1909 Til gamans má einnig geta að formaður aðalstjórnar til fjölda ára, Kristján Ólafsson, fagnar einmitt 80 ára afmæli sínu í dag og sendum við… Read more »

Flugeldasalan 2019 – opnunartímar

Líkt og undanfarin ár stendur Björgunarsveitin á Dalvík fyrir veglegri flugeldasölu í samvinnu við Knattspyrnudeild Dalvíkur.Flugeldasalan fer fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Gunnarsbraut 4 á Dalvík. Opnunartímar Flugeldasölunnar eru sem hér segir: 28.des 16:00 – 22:00 29.des 12:00 – 22:00 30.des 12:00 – 22:00 31.des 10:00 – 16:00 3.jan 14:00 – 18:00 4.jan 14:00 –… Read more »

Sigur gegn Magna í Kjarnafæðismótinu

Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir sinn annan leik í A-deild Kjarnafæðismótsins. Að þessu sinni var leikið við Magna frá Grenivík. Leikurinn endaði með 2-3 sigri okkar manna, en mörkin skoruðu þeir Steinar Logi Þórðarsson (víti), Pálmi Heiðmann Birgisson & Þorvaldur Daði Jónsson.Sá síðast nefndi er lánsmaður úr 2.flokk KA. Nokkur ný andlit voru í leikmannahópi Dalvíkur/Reynis… Read more »

Jafntefli í fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir lék sinn fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu gegn Þór Akureyri. Leikið var sem fyrr í Boganum á Akureyri. Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli. Okkar menn spiluðu sterkann varnarleik allar 90. mínúturnar en Þórsarar voru töluvert meira með boltann án þess þó að skapa sér mörg alvöru marktækifæri. Marga lykilleikmenn vantaði í lið Dalvíkur/Reynis en nokkur… Read more »

Jólabingó!

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS Dalvíkur heldur sitt árlega jólabingó mánudaginn 9. desember klukkan 17:00. Bingóið fer fram í hátíðarsal Dalvíkurskóla. Fjöldi glæsilegra vinninga að vanda, mikil stemning og mikið stuð! Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á jólabingóið! Hér má sjá viðburðinn á facebook. – Stjórn Barna- og unglingaráðs

Dalvík/Reynir í A-deild Kjarnafæðismótsins

Kjarnafæðismótið byrjar að rúlla á sunnudaginn n.k. þegar Þór og KA2 eigast við í Boganum á Akureyri. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum. Knattspyrnudómarafélag Norðurlands hefur um árabil annast umgjörð mótsins og er mótið fastur liður í undirbúningi liða á norður og austurlandi…. Read more »