Month: apríl 2019

Jóhann Már ráðinn yfirþjálfari Dalvíkur

Barna- og unglingaráð knattspyrndeildar Dalvíkur hefur ráðið Jóhann Má Kristinsson sem yfirþjálfara yngriflokka Dalvíkur. Jóhann Már er þrátt fyrir ungan aldur með töluverða reynslu sem þjálfari en hann er með UEFA-B þjálfaragráðu. Jóhann er einnig menntaður einkaþjálfari frá Keili. Jóhann Már er flestum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann hefur áður starfað og þjálfað mikið… Read more »

Mjólkurbikarinn: Frostaskjólið bíður!

Miðvikudaginn 1. maí munu okkar menn í Dalvík/Reyni heimsækja KR-inga, stórveldið út Íslenskri knattspyrnu, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.Leikið verður á Alvogen-vellinum í Frostaskjólinu (heimavelli KR-inga). Leikurinn hefst klukkan 15:00 og má búast við fjölmenni í Brúa-stúkunni. Ljóst er að verkefnið er ærið en okkar menn koma fullir sjálfstraust inn í leikinn. Staðan á leikmannahópnum er… Read more »

Spá 2. deild – 7. sætið

Nú er farið að styttast all hressilega í baráttuna í 2.deildinni en deildin byrjar laugardaginn 4. maí. Einn aðal fótboltavefmiðill landsins, fotbolti.net, birtir þessa dagana spá sína fyrir 2. deild karla. Fótbolti.net birtir eitt lið á dag og skrifa þeir létta umfjöllun um hvert og eitt lið í deildinni. Okkar mönnum í Dalvík/Reyni er spáð… Read more »

Lengjubikarinn: Selfoss tók gullið

Í gær lék Dalvík/Reynir úrslitaleik í Lengjubikar karla við Selfoss. Leikið var uppá Skaga í Akraneshöllinni. Lið Dalvíkur/Reynis náði sér ekki á strik í þessum leik og voru Selfoss sterkari aðilinn. Í hálfleik var staðan 2-0 eftir tvö mörk frá Hovre Tokic, annað úr ódýrri vítaspyrnu og hitt eftir horn. Seinnihálfleikurinn var aðeins þriggja mínútna… Read more »

Úrslitaleikur Lengjubikarsins á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, fer fram úrslitaleikur Lengjubikars B-deildar karla. Leikurinn er á milli okkar manna í Dalvík/Reyni og Selfoss. Leikið verður í Akraneshöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Lið Dalvíkur/Reynis komst í úrslitaleikinn eftir góðan sigur gegn Víði Garði í undanúrslitunum, en Selfoss vann sigur á KFG í hinum undanúrslitaleiknum. Selfoss er með… Read more »

Gunnlaugur Bjarnar semur við Dalvík/Reyni

Miðjumaðurinn knái, Gunnlaugur Bjarnar Baldursson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Gulli, sem er fæddur árið 1992, hefur æft og spilað með liði Dalvíkur/Reynis í vetur en hann kemur til liðs við D/R frá Einherja á Vopnafirði. Gunnlaugur er uppalinn Vopnfirðingur en hann á yfir 130 leiki fyrir Einherja og skorað í… Read more »

32 liða úrslit Mjólkurbikars – KR úti!

Búið er að draga í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eins og frægt er orðið var Dalvík/Reynir í pottinum eftir frábæran 3-2 sigur gegn Þór Akureyri. Næstu andstæðingar Dalvíkur/Reynis í Mjólkurbikarnum er stórveldið KR Reykjavík. Spilað verður í Frostaskjólinu. Leikurinn verður spilaður þann 30.apríl eða 1.maí. Nánari upplýsingar um leiktíma koma síðar. Vægast sagt spennandi viðureign… Read more »

Frábær sigur í Mjólkurbikarnum!

Í gær áttust Dalvík/Reynir og Þór Akureyri við í 2.umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var í Boganum á Akureyri og var fjölmennt á pöllunum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu, hátt spennustig og menn tókust vel á.Leikurinn var aðeins 17. mínútna gamall þegar Jónas Björgvin Sigurbergsson, leikmaður Þórs, skoraði glæislegt mark úr aukaspyrnu. Leikmenn Dalvíkur/Reynis komu hinsvegar… Read more »

Þór – Dalvík/Reynir 2.umferð Mjólkurbikarsins

Á laugardaginn næstkomandi mætast Dalvík/Reynir og Þór Akureyri í 2.umferð Mjólkurbikarsins. Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl. 14:00. Okkar menn hafa verið á góðu skriði undanfarið og verður það því spennandi að mæta einu besta liði Inkasso-deildarinnar. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja til sigurs.

Páskahappdrætti Dalvíkur!

Páskahappdrætti Dalvíkur er nú komið í sölu! Líkt og í fyrra stendur knattspyrnudeild Dalvíkur fyrir happdrætti. Páskahappdrættið sló í gegn í fyrra en í ár eru vinningarnir einkar glæsilegir! Heildarverðmæti vinninga er í kringum 875.500 kr. Happdrættið er nú komið í sölu hjá öllum leik- og stjórnarmönnum Dalvíkur/Reynis en einnig má panta miða á netafanginu… Read more »