Month: júlí 2019

Myndaveisla: Fyrsti leikur á Dalvíkurvelli

Haukur Snorrason var með myndavélina á lofti á fyrsta heimaleik okkar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir – Þróttur Vogum: 4-1 (27.07.2019) Myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna sem má finna HÉR.Einnig eru komnar inn myndir af leikmönnum liðsins en þær má sjá HÉR

Sveinn Margeir semur við KA – lánaður út sumarið

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gengið frá sölu á Sveini Margeiri Haukssyni, leikmanni Dalvíkur/Reynis, til KA. Sveinn Margeir verður aftur á móti lánaður til Dalvíkur/Reynis og mun hann því klára tímabilið Dalvík. Sveinn Margeir skrifaði undir samning til 2022 við KA-menn nú síðdegis í dag. Sveinn Margeir hefur vakið áhuga liða úr efri deildum með frammistöðu sinni… Read more »

Fullkominn dagur á Dalvík

Í gær var sannkallaður hátíðardagur á Dalvík þar sem opnunarleikur á nýjum og stórglæsilegum gervigrasvelli á Dalvík fór fram.Þróttur Vogum voru mótherjar okkar í þessum leik. Góð mæting var á leiknum og frábær stemning. Leikurinn byrjaði rólega en undir lok fyrrihálfleiks skoruðu okkar menn tvö mörk á fimm mínútna kafla. Fyrsta markið á Dalvíkurvelli skoraði… Read more »

Upphitun fyrir leik D/R – Þróttur V

Þá er komið að fyrsta heimaleik á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir fá Þróttara frá Vogum í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14:00, laugardaginn 27. júlí.Frítt inn. Allir á völlinn! Ársmiðahafar, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og velunnarar athugið: Knattspyrnudeild Dalvíkur býður fólki í létt fyrirpartý á sólpallinn hjá Hauki Snorrasyni og fjölskyldu (Sunnubraut 2, Dalvík).Þar verður boðið… Read more »

Brúinn – leikskrá

Ákveðið var að gefa út netútgáfu af Brúanum, leikskránni frægu, sem gefin var út fyrir flest alla heimaleiki liðsins hér áður fyrr. Leikskránna má nálgast HÉR en þar má m.a. finna viðtöl við Óskar Bragason, þjálfara liðsins, ásamt viðtali við Þröst Mikael Jónasson, leikmann D/R. Við vonum að fólk líti á Brúann og mæti svo… Read more »

Alexander Ingi semur til tveggja ára!

Alexander Ingi Gunnþórsson, strákur fæddur 2001, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Alexander kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Lilleström í Noregi. Alexander kom til liðs við D/R fyrr í sumar en er hinsvegar bara ný kominn með leikheimild. Hann hefur tekið þátt í síðustu þrem leikjum liðsins. Alexander hefur búið í… Read more »

Dalvíkurvöllur að klárast

Kæru íbúar Dalvíkurbyggðar og stuðningsmenn félagsins! Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll eru langt komnar og komið að opnunarleikjum á vellinum.Völlurinn verður tekinn í notkun um helgina en yngriflokkar Dalvíkur fá þann heiður að leika fyrsta leikinn á vellinum. Sá leikur fer fram á föstudaginn 26. júní kl. 16:00. Heilt yfir hefur framkvæmdin sjálf gengið vel. Framkvæmdartíminn… Read more »

Dalvík/Reynir – KFG

Föstudagskvöldið 19. júlí tekur Dalvík/Reynir á móti KFG í 2.deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Boganum á Akureyri. Liðin eru nýliðar í 2. deild karla og sitja sem stendur í 9 og 10 sæti deildarinnar.Okkar menn eru með 15 stig en KFG með 12 stig. Það er því ljóst að um mikin slag verður… Read more »

Sjálfboðaliðar á Dalvíkurvöll!

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum á Dalvíkurvöll á morgun, þriðjudaginn 16. júlí, frá kl 16:00. Unnið verður m.a. við:– Steypa plötu undir varamannaskýli– Einangra vallarhúsið að innan– Önnur verkefni á svæðinu– Hugsanlega aðstoð við lagningu á gervigrasinu Við vonumst til að sjá sem flesta!

Dalvík/Reynir – Víðir G.

Á laugardaginn n.k. (13. júlí) tekur Dalvík/Reynir á móti Víði Garði. Leikurinnn er hluti af 11. umferð 2.deildar karla og þar með síðasti leikur fyrri umferðar.Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl 15:00. Víðis-menn hafa spilað vel í fyrri umferðinni og sitja sem stendur í 6 sæti deildarinnar með 16. stig. Innan… Read more »