Month: október 2018

Óskar Bragason tekur við Dalvík/Reyni (Staðfest)

Óskar Bragason hefur verið ráðinn nýr þjálfari Dalvíkur/Reynis fyrir komandi tímabil í 2.deild karla. Óskar skrifaði undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Á sama tíma framlengdu þrír leikmenn liðsins samninga sína við D/R. Óskar er þaulreyndur þjálfari en undanfarin þrjú tímabil hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari KA þar sem hann myndaði sterkt teymi ásamt… Read more »

Þrír leikmenn framlengja samninga

Þeir Steinar Logi Þórðarson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Jón Björgvin Kristjánsson hafa allir skrifað undir nýja samninga við Dalvík/Reyni. Leikmennirnir gera allir tveggja ára samninga við félagið. Steinar Logi Þórðarsson lék í sumar sinn hundraðasta leik fyrir félagið en hann er 25 ára varnarmaður. Hann hefur verið einn dyggasti leikmaður liðsins undanfarin ár og einn… Read more »

Leikmenn í úrtaksæfingum U15 og U16

Fleiri leikmenn tengdir barna- og unglingastarfi Dalvíkur hafa verið boðaðir í úrtaksverkefni á vegum KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 2.-4. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöllinni og Egilshöll. Þar verða þær Harpa Hrönn Sigurðardóttir (dóttir Jónu Gunnu og Rúnars) og Antonía Huld Ketilsdóttir (dóttir… Read more »

Gunnlaugur Rafn á úrtaksæfingar U16

Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson hefur verið valinn í hóp ungra leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins. Þjálfari U16 landsliðs Íslands er Davíð Snorri Jónasson. Æfingarnar fara fram helgina 26. – 28. október í Kórnum og Egilshöll. Þetta eru ekki fyrstu verkefnin sem Gulli tekur þátt í og verður spennandi að fylgjast… Read more »

Hvað vitum við?

Hljóðvarpsþátturinn Hvað vitum við? hefur hafið göngu sína og eru það snillingarnir Heiðar Andri, Ívar Breki og Ragnar Freyr sem eru umsjónarmenn þáttarins. Í þættinum skapast oft heitar umræður og málin rædd á hreinni íslensku. Aðal umræðuefni þáttanna er knattspyrna og er mikil umræða um Dalvík/Reyni og Dalvískan fótbolta. Í þætti #2 komu þeir Sveinn… Read more »

Sveinn Þór hættir sem þjálfari D/R

Sveinn Þór Steingrímsson hættir sem þjálfari meistaraflokks Dalvíkur/Reynis en þetta staðfestir Stefán Garðar Níelsson, formaður Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Sveinn tók við sem aðalþjálfari liðsins um mitt sumar 2017 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Atla Má Rúnarssyni. Á nýliðnu tímabili náði liðið frábærum árangri undir hans stjórn og stóðu uppi sem deildarmeistarar í 3. deildinni. Knattspyrnudeild… Read more »

KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 19.-21. október 2018. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og opið er fyrir skráningu. Um er að ræða frábært námskeið sem áhugasamir ættu að kynna sér. Menntun þjálfara og aðstandenda í kringum félög á Íslandi hefur mikið verið til umfjöllunar og skiptir þessi menntun… Read more »

Magnaður ferill Atla Viðars á enda

Dalvíkingur Atli Viðar Björnsson gaf út í morgun að ferill hans væri á enda og kominn tími til að hefja nýjan kafla. Atli Viðar er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með FH ásamt því að vera þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar Íslandsmóts karla frá upphafi með 113 mörk. “Rúmum 32 árum eftir fyrsta fótboltamótið, 22 árum eftir… Read more »