Month: febrúar 2020

Leik frestað í Lengjubikarnum

Leik Dalvíkur/Reynis og Einherja frá Vopnafirði, sem fara átti fram á morgun, laugardaginn 29. febrúar, hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár fyrir austan. Óvíst er hvenær leikurinn mun fara fram.

Fyrsti leikur í Lengjubikar í dag

Í dag, sunnudaginn 23.feb, fer fram fyrsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum þetta árið. Leikið er gegn Völsungi og fer leikurinn fram á gervigrasvellinum á Húsavík klukkan 16:00. Búast má við skemmtilegum leik þar sem nokkur ný andlit munu leika sína fyrstu opinberu leiki í treyju Dalvíkur/Reynis. Um er að ræða unga og spennandi leikmenn… Read more »

Búið að draga í forkeppni Mjólkurbikarsins

Á dögunum var dregið í forkeppni (1. og 2. umferð) Mjólkurbikarsins sumarið 2020. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ en hér má sjá dráttinn í heild sinni. Í fyrra vann D/R sigur gegn Samherjum í 1.umferðinni og við tók eftirminnilegur sigur gegn Þór.Næsta verkefni reyndist okkar mönnum heldur stórt, verðandi Íslandsmeistarar KR á Meistaravöllum. Í ár… Read more »

Borja López framlengir við Dalvík/Reyni

Borja López Laguna, miðjumaðurinn stóri og stæðilegi, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis út tímabiliði 2020. Borja, sem er 25 ára gamall Spánverji, kom til liðs við D/R fyrir síðasta tímabil og spilaði hann stórt hlutverk fyrir liðið. hann skoraði 9 mörk í 19 leikjum í deild og bikar og var lykilleikmaður liðsins. “Borja… Read more »

Flottar aðstæður á Dalvíkurvelli um helgina

Í síðustu viku var Dalvíkurvöllur mokaður af sjálfboðaliðum og kunnum við þeim bestu þakkir. Gríðarlegur snjór safnaðist upp á vellinum í desember og janúar mánuði sem erfitt var að eiga við. Um helgina æfðu yngriflokkar félagsins á vellinum sem og meistaraflokkur. Eins komu vinir okkar frá Einherja frá Vopnafirði í heimsókn og æfðu um helgina…. Read more »

Snjómokstur á Dalvíkurvelli – óskum eftir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum á Dalvíkurvöll á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.Stefnan er sett á að snjóhreinsa völlinn og svæðið í kringum völlinn vel. Mikill snjór hefur safnast saman og völlurinn lítið notaður í desember og janúar.Nú er hinsvegar komið að því að ráðast á snjóinn og opna svæðið. Við óskum eftir sjálfboðaliðum… Read more »

Sigur í síðasta leik Kjarnafæðismótsins

Dalvík/Reynir lék í gærdag sinn síðasta leik í Kjarnafæðismótinu þetta árið. Leikið var gegn spræku liðið KA2. KA-menn byrjuðu leikinn töluvert betur og áttu nokkur góð marktækifæri. Undir lok fyrrihálfleiks gerðu okkar menn skyndilega tvö mörk. Í síðari hálfleik voru KA menn meira með boltann og náðu að pota inn einu marki.Leikurinn endaði hinsvegar með… Read more »