Month: nóvember 2020

Fiskkompaní sendir heim að dyrum

Frá og með mánudeginum 30.nóv og til áramóta ætlar Fiskkompaní Sælkeraverzlun á Akureyri að senda til Dalvíkur í samstarfi með Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Versla þarf á heimasíðu þeirra, www.fiskkompani.is, og verður þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum. Sendingagjaldið er 1500 kr. og rennur það óskipt til Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Panta þarf fyrir klukkan 23:59 á sunnudagskvöldi… Read more »

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014… Read more »

Leikmaður ársins og efnilegasti leikmaðurinn – Uppgjör sumarsins

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki líklegt að hefðbundið lokahóf fari fram á næstunni. Stjórn knattspyrnudeildar vildi hinsvegar halda í hefðir og verðlauna leikmann tímabilsins sem og efnilegasta leikmanninn. Kosnining fór fram meðal leik- og stjórnarmanna félagsins. Leikmaður ársins var valinn Borja López Laguna. Borja skoraði 7 mörk í 17 leikjum fyrir Dalvík/Reyni í… Read more »

Þórir ekki áfam með liðið – þjálfaraleit stendur yfir

Þórir Guðmundur Áskelsson, sem tók við liði Dalvíkur/Reynis undir lok tímabilsins, verður ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar. “Þórir kom inn með kraft, gleði og aga inn í okkar starf á erfiðum tímapunkti undir lok tímabilsins. Því miður náði hann ekki að stýra liðinu upp í öruggt sæti. Nú… Read more »

Erfitt, skrýtið en lærdómsríkt sumar að baki

Þann 30. okt sl. ákvað stjórn KSÍ að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ árið 2020 þrátt fyrir að nokkrum leikjum væri ólokið. Ljóst var að ákvörðunin var snúin og erfið og ekki allir á eitt sáttir. Með þessari ákvörðun lítur allt út fyrir að Dalvík/Reynir muni leika í 3. deild að ári. Árangur… Read more »