Velkomin á nýja heimasíðu Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Heimasíðan er ætluð Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis ásamt Barna- og Unglingaráði Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Heimasíðan verður reglulega uppfærð með nýjustu fréttum og tilkynningum sem snúa að knattspyrnunni í Dalvíkurbyggð. Spennandi tímar eru framundan fyrir félagið okkar. Sumarið er handan við hornið og fyrsti leikur hjá D/R er þann 12. maí. Einnig hefur félagið… Read more »
Month: apríl 2018
Tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum
Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir gegn Þór Akureyri í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var í Boganum á Akureyri. Leiknum lauk með 3-1 sigri Þórsara en mark okkar manna skoraði Kristinn Þór Björnsson. Þórsarar fara því áfram í næstu umferð og mæta þar HK. Leikskýrsluna má sjá HÉR
Dalvík/Reynir áfram í Mjólkurbikarnum
Á dögunum vann D/R góðan sigur gegn Geisla frá Aðaldal í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikarinn er nýtt nafn á bikarnkeppni KSÍ þetta árið. Leikið var þann 15.apríl á KA-vellinum. Leikurinn endaði með 2-0 sigri okkar manna en mörkin skoruðu þeir Ingvar Gylfason og Pálmi Heiðmann Birgisson. Í næstu umferð munu strákarnir okkar leik við Þór… Read more »
Búið að draga í Páskahappdrættinu
Búið er að draga í Páskahappdrættinu 2018 Vinningaskránna má sjá hér að neðan. Til að nálgast vinninga, vinsamlegast hafið samband hér í gegnum Facebook eða þá við einhvern af stjórnar- eða leikmönnum liðsins. Takk fyrir þátttökuna allir!
Lengjubikarnum lokið
Þá er Lengjubikarnum lokið þetta árið en okkar menn í D/R unnu í dag 2-1 sigur gegn Tindastól. Mörkin gerðu hinir eitruðu Snorri Eldjárn Hauksson og Jóhann Örn Sigurjónsson. Liðið hefur sýnt mikinn karakter eftir erfiðan vetur og skelfilega byrjun á Lengjubikarnum og endar í 2. sæti í riðlinum, með jafn mörg stig og Afturelding sem vinnur riðilinn… Read more »
Kelvin Sarkorh í Dalvík/Reyni (STAÐFEST)
Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við Bandaríska varnarmanninn Kelvin Sarkorh um að leika með liðinu næsta sumar. Kelvin, sem er 25 ára gamall, var hér á landi fyrr í vetur og fangaði hann athygli þjálfara og stjórnar. Kelvin er líkamlega sterkur og kraftmikill varnarmaður en hann er fæddur í Líberíu en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Hann hefur leikið… Read more »
Sveinn Margeir í Dalvík/Reyni (STAÐFEST!)
Þær gleðifréttir voru að berast að Sveinn Margeir Hauksson hefur skrifað undir samning við Dalvík/Reyni og mun því leika með liðinu næsta sumar. Sveinn er efnilegur og spennandi leikmaður sem kemur án efa til með að spila stórt hlutverk fyrir liðið næsta sumar. Svein Margeir ættu allir Dalvíkingar að þekkja en hann er 16 ára miðjumaður og… Read more »
PÁSKAHAPPDRÆTTI
Frábært happdrætti komið í sölu. Hægt er að panta miða hér í kommentum eða hafa samband við leikmenn liðsins. Í fyrsta vinning má finna Segway Offroad hjól að verðmæti 150þús kr. frá Samleið. Flugsæti til Alicante í beinu flugi frá Akureyri þann 14. – 21. apríl með Ferðaskrifstofa Akureyrar ✈ Snósleðaleiga í hálfan dag með leiðsögumanni á… Read more »
Aðalfundur
Minnum á aðalfund félagsins sem haldinn verður í félagsaðstöðunni (neðri hæð sundlaugarinnar) klukkan 17:30 í dag, þriðjudaginn 20.febrúar. Allir velkomnir – heitt á könnunni
Nýlegar athugasemdir