Month: júní 2018

Flottur heimasigur í fyrsta leik á Dalvíkurvelli

Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti KFG frá Garðabæ. Leikurinn var fyrsti leikur sumarsins á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir var töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og fengu a.m.k. tvö góð marktækifæri sem ekki nýttust. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Í þeim síðari voru okkar menn áfram sterkari aðilinn og uppskáru mark eftir 59…. Read more »

Leikmenn styrkja Ægi Þór

Leikmenn Dalvíkur/Reynis og KFG hafa tekið höndum saman og ákveðið að borga sig inn á eigin leik sem fer fram á Dalvíkurvelli á laugardaginn n.k. Þetta gera leikmenn til stuðnings við Ægir Þór Sævarsson, sem er 6 ára gamall fótboltaáhugamaður, en Ægir er með Duchenne sjúkdóminn. Sjá nánar um Ægi Þór og sjúkdóminn HÉR Knattspyrnudeild… Read more »

Upphitun: Fyrsti heimaleikur á Dalvíkurvelli

Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli! Leikið verður á morgun, laugardaginn, 9. júní, gegn KFG frá Garðabæ. Leikurinn byrjar klukkan 14:00. Dalvík/Reynir hefur byrjað Íslandsmótið ágætlega, tveir sigrar og tvö töp. Deildin er þétt en þessi 6 stig skila Dalvík/Reyni í 4. sæti deildarinnar sem stendur. Leikmenn liðsins eru staðráðnir í… Read more »

Flottur vinnudagur á Dalvíkurvelli

Í gærkvöldi var vinnudagur á Dalvíkurvelli þar sem svæðið okkar á Dalvíkurvelli var græjað fyrir fyrsta leik sumarsins. Leikmenn liðsins ásamt stjórnar- og stuðningsmönnum liðsins mættu á svæðið og hendur standa fram úr ermum. Eftir herlegheitin tók svo létt strandblak á nýjum og glæsilegum strandblaksvelli á Dalvík. Fyrsti leikur sumarsins á Dalvíkurvelli verður á laugardaginn kemur,… Read more »

Leikmannakynning

Leikmannahóp Dalvíkur/Reynis tímabilið 2018 má sjá hér að neðan ásamt myndum af leikmönnum liðsins og grunnupplýsingum. Myndirnar tók Haukur Snorrason.    

Fyrsti heimaleikur á Dalvíkurvelli á laugardaginn

Fyrsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli þetta sumarið verður spilaður á laugardaginn næstkomandi, 9. júní. Gestir okkar að þessu sinni eru KFG frá Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 14:00. Stuðningsmannafélagið Brúinn mun að sjálfsögðu mæta á svæðið og halda uppi stemningu á leiknum. Við hvetjum fólk til þess að mæta á leikinn! Ársmiðasala D/R er í… Read more »

Vinnudagur á Dalvíkurvelli

Nú styttist óðfluga í fyrsta leik sumarsins á Dalvíkurvelli. Leikurinn gegn KFG verður á Dalvíkuvelli á laugardaginn næstkomandi kl. 14:00. Knattspyrnudeild Dalvíkur auglýsir eftir sjálfboðaliðum í vinnudag á Dalvíkurvelli miðvikudaginn 06.06.2018 klukkan 18:00. Nóg er að verkefnum og margt þarf að gera til að koma svæðinu okkar í stand. Það munu allir geta fundið verkefni við hæfi…. Read more »

Snorri Eldjárn framlengir samning sinn

Þær gleðifréttir bárust á dögunum að maðurinn með bláa Dalvíkurhjartað en Kólumbíska blóðið, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni. Snorri Eldjárn (fæddur 1991) hefur leikið alla leiki liðsins þetta sumarið en í vetur var hann mikið í Kólumbíu þar sem hann er að slá í gegn sem tónlistarmaður. Snorri á að… Read more »

Tap gegn KV – Myndir

Á laugardaginn síðastliðinn lék Dalvik/Reynir útileik gegn KV. Leikurinn endaði með 3-2 tapi hjá okkur mönnum. Jóhann Örn skoraði fyrsta mark leiksins og kom okkur yfir 1-0. KV jafnaði metin skömmu síðar. Í síðari hálfleik var D/R sterkari aðilinn en inn vildi boltinn ekki. KV komst 2-1 eftir mark úr aukaspyrnu og svo stuttu síðar komust… Read more »

Ársmiðar komnir í sölu – Gjafaprís!

Ársmiðar Dalvíkur/Reynis eru komnir í sölu! Ársmiðarnir kosta litlar 6.500 kr. og gilda þeir á alla heimaleiki Dalvíkur/Reynis. Handhafar fá einnig aðgang að kaffiveitingum í hálfleik. Miðarnir eru í sölu hjá stjórnar- og leikmönnum Dalvíkur/Reynis en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]