Síðasta tækifæri til að skrá sig á KSÍ II þennan veturinn: KSÍ II þjálfaranámskeið verður haldið á Akureyri 23.-25. nóvember 2018. Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum. Um er að ræða síðasta KSÍ II námskeiðið á þessu… Read more »
Month: nóvember 2018
Riðlar Lengjubikarsins klárir
KSÍ hefur opinberað riðlaskiptingu Lengjubikarsins fyrir komandi tímabil en leikið er í A, B og C deild, bæði í karla og kvenna flokki. Dalvík/Reynir leikur í B-deild en í þeirri deild eru 4 riðlar. D/R er í riðli númer 4 ásamt Einherja, Fjarðabyggð, Huginn/Hetti, Leikni F. og Völsungi. Leikin er einföld umferð og toppliðið úr… Read more »
Dalvík hættir í Diadora
Knattspyrnudeild UMFS Dalvíkur mun hætta í samstarfi við Diadora og þ.a.l. ekki lengur kaupa fatnað frá íþróttavöruframleiðandanum. Samningaviðræður við nýjan framleiðanda standa yfir og getum við vonandi gefið út uppfærða stöðu mála fljótlega. Stefnan er að gera heildar samning fyrir Knattspyrnudeild Dalvíkur sem þjónustar þá bæði meistaraflokk sem og Barna- og unglingaráð sem og mögulega… Read more »
Kelvin Sarkorh framlengir samning sinn
Varnarmaðurinn öflugi Kelvin Sarkorh hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Þetta eru frábærar fréttir þar sem Kelvin var einn af lykilmönnum í sterki vörn Dalvíkur/Reynis á nýliðnu tímabili. Kelvin var valinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins og einnig valinn í lið ársins í 3.deildinni. Kelvin Sarkorh, fæddur 1993, fæddist í Líberíu en fluttist ungur… Read more »
KSI II þjálfaranámskeið á Akureyri
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum. Þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I þjálfaranámskeið og eru með 1. stigs þjálfararéttindi. Opið er fyrir skráningu á námskeiðið og fer skráning fram hér: https://goo.gl/forms/xM2Rn6KIpLXahEOJ3 Við hvetjum áhugasama til… Read more »
Sveinn Margeir framlengir til 2020
Þær frábæru fréttir voru að berast að Dalvíkingurinn knái Sveinn Margeir Hauksson hefur samþykkt nýjan samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Sveinn Margeir, sem fagnar einmitt 17 ára afmæli sínu í dag, skrifar undir tveggja ára samning og sýnir því félaginu mikla tryggð. Sveinn Margeir spilaði frábærlega síðasta sumar og var einn af lykilmönnum liðsins, þrátt fyrir ungan aldur…. Read more »
John Connolly kveður að sinni
John S. Connolly, Bandarískur markvörður Dalvíkur/Reynis, mun að öllu óbreyttu ekki spila með Dalvík/Reyni í 2.deildinni á næsta ári. John stóð sig frábærlega innan vallar sem utan og setti svip sinn á lið D/R. Hann var m.a. valinn í lið ársins 3.deildinni, fékk á sig færst mörk í deildinni og hélt hann markinu 9 sinnum hreinu… Read more »
Meistaraflokkur D/R af stað
Þriðjudaginn 6. nóvember mun meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis mæta aftur til æfinga og þá undir handleiðslu Óskars Bragasonar, þjálfara D/R. Leikmenn mæta þá aftur til starfa með hlaðin batterí eftir gott frí. Óskar mun halda fund með leikmönnum fyrir æfinguna og kynna sínar áherslur. Verið er að leggja lokahönd á teymið sem mun starfa með Óskari að… Read more »
Nýlegar athugasemdir