Month: apríl 2019

Okkar maður hljóp fyrir Krabbameinsfélagið

Brúar-maðurinn knái Heiðar Andri Gunnarsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut VMA, efndi til sérstaks áheitahlaups til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Heiðar gerði þetta í tengslum við Vorhlaup VMA sem fram fór nýverið. Okkar maður skráði sig í 10 km hlaup og safnaði hann u.þ.b. 180 þúsund krónum í áheit. Frá þessu er greint á… Read more »

Mjólkurbikarinn: Öruggur sigur okkar mann

Í laugardaginn mætti Dalvík/Reynir til leiks í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Andstæðingarnir voru Samherjar úr Eyjafjarðarsveit. Til að gera langa sögu stutta voru okkar menn töluvert sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Leikurinn endaði með 6-0 sigri okkar manna en mörkin okkar gerðu: 1-0   Viktor Daði Sævaldsson 2-0   Borja López 3-0   Gunnlaugur Bjarnar Baldursson 4-0   Borja López… Read more »

Undirritun samnings – Framkvæmdir í fullum gangi (Myndir)

Á dögunum var undirritaður framkvæmdar samningur milli UMFS Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar vegna framkvæmdar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Fyrir hönd félagsins voru Kristján Ólafsson, formaður UMFS, og Björn Friðþjófsson, forsvarsmaður vallarframkvæmda, sem undirrituðu samninginn ásamt Katrínu Sigurjónsdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og Gísla Bjarnasyni, sviðstjóra fræðslu-og menningarmála. Í samningnum kemur m.a. fram að félagið sjálft mun sjá… Read more »

Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins

Laugardaginn 13. apríl mætast Dalvík/Reynir og Samherjar í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins 2019. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður í Boganum á Akureyri. Má segja að þetta sé upphafið að tímabilinu og hvetjum við fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Áfram Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir í úrslitaleikinn

Í dag spilaði Dalvík/Reynir gegn Víði Garði í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikið var við frábærarar aðstæður á nýju gervigrasvelli á Sauðárkróki. Ákveðinn vorbragur var á leik beggja liða til að byrja með og fátt markvert átti sérstað. Víðis-menn voru sterkir til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Á 37. mínútu leiksins kom Númi Kárason okkur yfir með marki… Read more »

Framkvæmdir að hefjast

Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll á Dalvík hefjast að öllu óbreyttu í dag, miðvikudaginn 4. apríl. Byrjað verður á því að koma sandi á svæðið ásamt vélum og tækjum. Gera má ráð fyrir að jarðvinnan hefjist svo af fullum þunga fyrir vikulok. Áætlað er að jarðvinnan muni taka

Undanúrslit Lengjubikars

Dalvík/Reynir leikur gegn Víði Garði í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram laugardaginn 6. apríl klukkan 15:00 á nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast KFG og Selfoss, en sá leikur er spilaður á fimmudaginn 4. apríl á Stjörnuvelli. Úrslitaleikurinn fer svo fram fimmtudaginn 25. apríl. Við vonumst til að sjá sem flesta á Sauðárkróki… Read more »