Month: júní 2020

Myndir úr fyrsta heimaleik

Myndaalbúm úr fyrsta heimaleik sumarsins sem fór fram 20. júní gegn Þrótti Vogum eru nú komnar á netið. Myndirnar má nálgast hér Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en mark okkar skoraði Áki Sölvason. Myndirnar tók Viktor Hugi Júlíusson.

Sjáðu mörkin úr síðasta leik

Mikil umræða hefur skapast í íslensku fótboltasamfélagi eftir leik Dalvíkur/Reynis og Þróttar Vogum sem fór fram á Dalvíkurvelli á dögunum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikurinn hefur verið á milli tannana hjá fólki vegna dómaramistaka sem áttu sér stað undir lok leiksins. Umræðan hefur að stóru leyti snúist um að Þróttarar hafi verið rændir… Read more »

Gianni semur við Dalvík/Reyni

Þær frábæru fréttir voru að berast að Joan De Lorenzo Jimenez, betur þekktur sem Gianni, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni og mun hann því leika með liðinu í 2. deildinni í sumar. Gianni kom til liðs við Dalvík/Reyni á síðasta tímabili og lék hann stórt hlutverk í sóknarleik liðsins. Gianni býr yfir mikilli… Read more »

Áki Sölvason og Angantýr Máni lánaðir í Dalvík/Reyni

Sóknarmennirnir Áki Sölvason & Angantýr Máni Gautason hafa verið lánaðir frá KA til Dalvíkur/Reynis og munu því spila með liðinu í 2. deilinni í sumar. Áki, sem er fæddur 1999, er sóknarmaður en hann á leiki að baki í Pepsi- og Inkasso deild. Í fyrra var hann á láni hjá Magna í Inkasso-deildinni en sumarið… Read more »

Ársmiðar komnir í sölu

Ársmiðar á Dalvíkurvöll fyrir sumarið 2020 eru nú komnir í sölu en hægt er að nálgast miða hjá öllum leikmönnum Dalvíkur/Reynis, stjórnarmönnum eða á netfanginu [email protected]. Ársmiðarnir kosta litlar 10.000 kr. og gilda fyrir einn á alla leiki Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla.Fyrsti leikur er einmitt á laugardaginn næsta (20. júní) þegar Þróttur Vogum kemur… Read more »

Æfingar hjá 8. flokki að hefjast

Æfingar hjá 8. flokki hefjast mánudaginn n.k. (15. júní) klukkan 16:30. Í 8. flokki eru krakkar fæddir 2014 – 2016 og geta yngstu börnin sem fædd eru 2016 byrjað að æfa 15. júní. Fundur fyrir nýja foreldra í 8. flokki verður haldinn fimmtudaginn 11. júní klukkan 17:00 í aðstöðunni (gengið inn sunnan megin við aðal… Read more »

Dalvík/Reyni spáð 10. sæti

Sérfræðingar á vegum vefmiðilsins fótbolta.net eru um þessar mundir að birta spá sína fyrir komandi sumar í 2.deild karla. Þar er okkar mönnum í Dalvík/Reyni spáð í 10. sæti deildarinnar. Umfjöllunin er nokkuð skemmtileg og þar er m.a. fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Hægt er að lesa umfjöllunina með því… Read more »

Tap í bikarleik

Dalvík/Reynir er úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið eftir tap gegn KF í fyrstu umferð. Leikurinn endaði með 1-2 sigri KF en sigurmark leiksins kom í blá lokin. Dalvík/Reynir léku manni færri síðasta korterið í leiknum eftir að Rúnar Freyr Þórhallsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark okkar manna gerði Áki… Read more »

Mjólkurbikarinn: Fyrsti leikur gegn KF

Á morgun, laugardaginn 6. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og KF í fyrstu umferð mjólkurbikarsins.Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli og verður frítt á völlinn. Segja má að um fyrsta alvöru leik sumarsins sé að ræða en sigurvegar úr þessum leik leika svo gegn Magna Grenivík næsta laugardag. Íslandsmótið sjálft hefst svo 20. júní þegar… Read more »