Á laugardaginn síðast liðinn lék Dalvík/Reynir í Þorlákshöfn. Leikurinn var liður af 12. umferð Íslandsmóts 3. deildar. Leikið var við frábærar aðstæður á rennisléttum unglingalandsmótsvelli, smá rigning og logn. Leikurinn var aðeins um 12 mínútna gamall þegar blondínan Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði gott skallamark eftir flotta sókn hjá D/R. Heilt yfir voru okkar menn sterkari í… Read more »
Month: júlí 2018
Upphitun: Útileikur í Þorlákshöfn
Á morgun, laugardaginn 28. júlí, munu leikmenn D/R leggja land undir fót og stefna á Þorlákshöfn. Þar verður leikið gegn Ægis-mönnum og hefst leikurinn klukkan 16:00. Leikmenn Dalvíkur/Reynis koma fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Einhver smávægileg meiðsl hafa verið að hrjá liðið að undanförnu og verður því spennandi að… Read more »
Strandarmótið 2018
Strandarmótið okkar tókst með afbrigðum vel þar sem margar hendur unnu mikið og þarft verk fyrir klúbbinn. Í 25 ár hefur fólk mætt á hinn fornfræga Árskógsvöll Reynismanna og notið gleði og gæðaleikja yngstu og ástríðufyllstu leikmanna Norðurlands. Megi svo áfram verða með þátttöku og vinnuframlagi foreldra barna sem æfa knattspyrnu í Dalvíkurbyggð. Þegar þjálfarar… Read more »
Sterkur sigur á heimavelli
Í kvöld tók Dalvík/Reynir á móti Sindramönnum. Leikið var á blautum Dalvíkurvelli en góð mæting var á völlinn og stemningin til fyrirmyndar. Stuðningsmannafélagið Brúinn héldu uppi stuðinu – þvílíkir öðlingar. Fátt markvert gerðist í fyrrihálfleik og voru heimamenn heilt yfir heppnir að fara inn í hálfleikinn með 0-0 stöðu. Í þeim síðari mættu leikmenn D/R… Read more »
Gunnar Már í Dalvík/Reyni (STAÐFEST)
Þær gleðifréttir voru að berast að Gunnar Már Magnússon hefur samið við Dalvík/Reyni og mun hjálpa liðinu í þeirri baráttu sem er framundan í 3. deildinni. Gunnar þarf vart að kynna en hann kemur til liðs við D/R frá 4. deildarliði Hvíta Riddarans þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Gunnar, sem er fæddur 1987, er… Read more »
Breytt tímasetning á næsta heimaleik – Strandarmót um helgina
Næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis verður gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði. Leikið verður á Dalvíkurvelli á sunnudaginn n.k., 22. júlí. Leikurinn byrjar klukkan 16:30 en það er ný tímasetning á leiknum. Um helgina fer fram 25ára afmælismót Strandarmótsins. Leikið verður bæði laugardag og sunnudag. Leikið er með óbreyttu fyrirkomulagi en nánari upplýsingar og leikjaniðurröðun kemur inn… Read more »
Dramatík á Dalvíkurvelli
Á föstudaginn síðastliðinn tóku heimamenn í Dalvík/Reyni á móti Augnablik. Leikið var í mígandi rigningu á Dalvíkurvelli en frábær mæting var á völlinn. Fyrir leik hittust stuðningsmenn og ársmiðahafar í sérstöku upphitunarpartýi sem gekk vonum framar. Um 60-70 manns mættu á svæðið og var stemningin frábær! Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir okkar menn í D/R… Read more »
Upphitun: Dalvík/Reynir – Augnablik
Á morgun, föstudaginn 13. júlí fer fram næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Að þessu sinni koma Kópavogspiltar í Augnablik í heimsókn á Dalvíkurvöll. Leikurinn hefst kl. 20:00. Við minnum ársmiðahafa á sérstakat upphitunarteiti sem hefst klukkutíma fyrir leik, nánar um það hér. Augnablik er í 6. sæti deildarinnar með 13 stig þegar mótið er hálfnað. Í herbúðum… Read more »
Upphitun fyrir ársmiðahafa!
Fyrir leik á föstudaginn nk. er ársmiðahöfum boðið í upphitun að Sunnubraut 2 á Dalvík. Boðið verður uppá léttar veitingar á grillinu ásamt drykkjum. Mæting kl. 19:00. Gengið inn í garðinn að sunnan og á bak við hús á pallinn/garðskálann. Sveinn Þór þjálfari liðsins mun mæta á svæðið ásamt Snorra Eldjárn fyrirliða og munu þeir… Read more »
Styttist í Strandarmótið
Í ár verður haldið uppá 25 ára afmæli Strandarmótsins. Mótið verður leikið sem fyrr á Árskógsvelli og fer það fram helgina 21. – 22. júlí. Leikið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6. – 8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka. Á laugardeginum frá kl. 10:00-13:00 leikur 8.flokkur en 6.flokkur leikur frá 13:00 – 16:00…. Read more »
Nýlegar athugasemdir