Varnarmaðurinn hávaxni og fyrirliði Dalvíkur/Reynis, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur verið tilnefndur sem Knattspyrnumaður ársins og verður því fulltrúi knattspyrnudeildar í tilnefningu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar sem og Íþróttamanni UMSE. “Snorri Eldjárn var fyrirliði meistaraflokks Dalvíkur/Reynis sem náði þeim frábæra árangri að standa uppi sem Íslandsmeistari í 3. deild karla sumarið 2018. Grunnurinn að velgengni Dalvíkur/Reynis í… Read more »
Month: desember 2018
Opnunartími flugeldasölunnar
Líkt og áður standa Björgunarsveitin á Dalvík ásamt Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis að flugeldasölu á Dalvík. Flugeldasalan fer fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Gunnarsbraut 4 á Dalvík. Opnunartímar Flugeldasölunnar eru sem hér segir: 28.des 18:00 – 20:00 29.des 14:00 – 22:00 30.des 14:00 – 22:00 31.des 10:00 – 16:00 6.jan 13:00 – 18:00 Við hvetjum fólk… Read more »
Gleðileg jól!
Knattspyrnudeild Dalvíkur sendir stuðningsmönnum, stjórnarmönnum, leikmönnum og velunnurum deildarinnar óskir um gleðiðleg jól og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Sumarið verður lengi í minnum haft og var frábært í alla staði. Fótboltakveðjur, Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis
Jako – Tilvalin jólagjöf
Eins og fram hefur komið hefur Knattspyrnudeild Dalvíkur gert samning við Jako. Sérstakt tilboð er í gangi á vörum UMFS Dalvíkur en tilboðið gildir til 23. desember 2018. Við hvetjum fólk því til að kynna sér málið vel og skoða vöruframboðið. Hægt er að versla vörurnar hér!
Dalvík í Jako – Tilboðsdagar í gangi!
Eins og greint var frá fyrir skömmu var ákveðið að skipta yfir í nýjan íþróttavöruframleiðanda og hefur Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert 4 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Jako. Því munu bæði meistaraflokkur sem og barna- og unglingaráð vera í fatnaði frá Jako næstu árin. Á vefsíðunni www.jakosport.is eru nokkrar vörur komnar í sölu og það á sérstöku Jólatilboði. Þar… Read more »
Kjarnafæðismótið: Sigur í fyrsta leik
Kjarnafæðismótið er byrjað að rúlla og léku okkar menn í Dalvík/Reyni sinn fyrsta leik í dag. Leikið var gegn Þór2 í Boganum á Akureyri. Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna en mörkin gerðu þeir Nökkvi Þeyr Þórisson og Fannar Daði Malmquist Gíslason. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik leiksins. Hér má sjá leikskýrslu leiksins Næsti leikur liðsins… Read more »
Gunnar Eiríksson nýr formaður B&U
Gunnar Eiríksson hefur tekið við sem formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Dalvíkur. Hann tekur við formennskunni af Margréti Magnúsdóttur sem hefur verið formaður B&U undanfarin ár. Gunnar er fólki vel kunnugur og hefur hann starfað töluvert í kringum félagið, bæði meistaraflokk sem og barna- og unglingaráð. Gunni (fæddur 1981) er mikill fótboltaáhugamaður mun halda áfram… Read more »
Jólabingó
Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Dalvíkur heldur sitt árlega JólaBingó á miðvikudaginn 5. desember. Bingóið fer fram í sal Dalvíkurskóla og hefst klukkan 17:00. Spjaldið kostar litlar 500 kr. og sjoppa er á staðnum. Fjöldinn allur af veglegum vinningum og að sjálfsögðu allir í jólaskapi. Ath. enginn posi á svæðinu. Við hvetjum fólk til að fjölmenna… Read more »
Kjarnafæðismótið – Riðlar klárir
Í vetur mun Dalvík/Reynir taka þátt í Kjarnafæðis-mótinu sem spilað er í Boganum á Akureyri. Í ár verður sú nýbreytni að byrjað verður að spila mótið í desember. Dalvík/Reynir er í B deild ásamt Hetti, KA 3, Þór 2, KF og Tindastól. D/R – Þór 2 Lau. 08. 12 … Read more »
KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 11.-13. janúar 2019. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst á næstu dögum. Þátttökurétt hafa allir sem klárað hafa KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Til að klára KSÍ III námskeiðið þarf að vinna verkefni sem… Read more »
Nýlegar athugasemdir