Category: Barna- og unglingaráð

Samningur undirritaður við Olís

Knattspyrnudeild Dalvíkur undirritaði á dögum styrktarsamning við Olís (Olíuverzlun Íslands ehf) og er Olís því orðinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Dalvíkur.Merki Olís má t.d. finna á nýjum keppnisbúningum liðsins. Samningurinn kemur sér virkilega vel þar sem yngriflokkar sem og meistaraflokkur liðsins þurfa oft á tíðum að keyra langar vegalengdir í verkefni sumarsins. Á næstu dögum… Read more »

Armar ehf. styrkja vallarframkvæmdir

Armar Vinnulyftur ehf. frá Hafnarfirði veitti á dögunum veglegan styrk til knattspyrnudeildar Dalvíkur. Armar Vinnulyftur ehf. sköffuðu ýmskonar vörur og varning sem þurfti til vallarframkvæmda á Dalvíkurvelli og styðja þeir þannig við uppbygginguna í Dalvíkurbyggð.Á myndinni má sjá Björn Friðþjófsson með vörurnar en Björn er formaður nefndar um vallarframkvæmdir og drifkraftur verkefnisins. Það er gott… Read more »

Sæplast styrkir vallarframkvæmdir

Dalvíska fyrirtækið Sæplast ehf. ákvað á dögunum að styrkja framkvæmdina við nýjan gervigrasvöll á Dalvík með myndarlegum hætti. Sæplast leggur til framkvæmdarinnar efni og vörur sem er hluti af þeirra framleiðsluvörum, t.d. brunnar og annað slíkt. Allt þetta eru vörur sem nauðsynlega þurfti í völlinn. Þetta er rausnalegur styrkur og okkur ómetanlegt að hafa sterk… Read more »

Jóhann Már ráðinn yfirþjálfari Dalvíkur

Barna- og unglingaráð knattspyrndeildar Dalvíkur hefur ráðið Jóhann Má Kristinsson sem yfirþjálfara yngriflokka Dalvíkur. Jóhann Már er þrátt fyrir ungan aldur með töluverða reynslu sem þjálfari en hann er með UEFA-B þjálfaragráðu. Jóhann er einnig menntaður einkaþjálfari frá Keili. Jóhann Már er flestum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann hefur áður starfað og þjálfað mikið… Read more »

Undirritun samnings – Framkvæmdir í fullum gangi (Myndir)

Á dögunum var undirritaður framkvæmdar samningur milli UMFS Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar vegna framkvæmdar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Fyrir hönd félagsins voru Kristján Ólafsson, formaður UMFS, og Björn Friðþjófsson, forsvarsmaður vallarframkvæmda, sem undirrituðu samninginn ásamt Katrínu Sigurjónsdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og Gísla Bjarnasyni, sviðstjóra fræðslu-og menningarmála. Í samningnum kemur m.a. fram að félagið sjálft mun sjá… Read more »

Framkvæmdir að hefjast

Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll á Dalvík hefjast að öllu óbreyttu í dag, miðvikudaginn 4. apríl. Byrjað verður á því að koma sandi á svæðið ásamt vélum og tækjum. Gera má ráð fyrir að jarðvinnan hefjist svo af fullum þunga fyrir vikulok. Áætlað er að jarðvinnan muni taka

Jako – Tilboðsdagar í gangi

Jako í Þýskalandi fagnar 30 ára afmæli sínu í dag! Í tilefni af amælinu býðu Jakosport uppá 30% afslátt á öllum vind- og regnfatnaði. Tilboðið gildir til 1. apríl. Hægt er að kaupa merkingu á fatnaðinn og merkja þá með merki UMFS Dalvíkur eða Dalvíkur/Reynis. Vind- og regnfatnaður er tilvalinn fyrir unga sem aldna knattspyrnuiðkenndur. Gífurlega vinsælt… Read more »

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs UMFS verður haldinn mánudaginn 25. mars n.k. í aðstöðu félagsins (neðrihæð sundlaugar). Fundurinn hefst kl. 18:30. Dagskrá fundar: 1. Fundastjóri setur fundinn 2. Skýrsla stjórnar lesin 3. Gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikingi félagsins 4. Önnur mál Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að mæta. Stjórn Barna- og unglingaráðs UMFS… Read more »

Frumvarp um endurgreiðslu vegna framkvæmda

Þær jákvæðu fréttir bárust á dögunum að á Alþingi var flutt frumvarp um endurgreiðslu til félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir  og íþróttafélög, og hvetja til þess aðfélögin efli… Read more »

Kjör Íþróttamanns UMSE

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 9.janúar. kl. 18:00. Þar verða einnig veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2018. Þar verða einnig veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2018. Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við fólk til að láta sjá sig. Tilnefndir eru: Skíðamaður ársins… Read more »