Category: Meistaraflokkur

Gleðileg jól!

Knattspyrnudeild Dalvíkur sendir stuðningsmönnum, stjórnarmönnum, leikmönnum og velunnurum deildarinnar óskir um gleðiðleg jól og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Sumarið verður lengi í minnum haft og var frábært í alla staði. Fótboltakveðjur, Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis

Kjarnafæðismótið: Sigur í fyrsta leik

Kjarnafæðismótið er byrjað að rúlla og léku okkar menn í Dalvík/Reyni sinn fyrsta leik í dag. Leikið var gegn Þór2 í Boganum á Akureyri. Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna en mörkin gerðu þeir Nökkvi Þeyr Þórisson og Fannar Daði Malmquist Gíslason. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik leiksins. Hér má sjá leikskýrslu leiksins Næsti leikur liðsins… Read more »

Kjarnafæðismótið – Riðlar klárir

Í vetur mun Dalvík/Reynir taka þátt í Kjarnafæðis-mótinu sem spilað er í Boganum á Akureyri. Í ár verður sú nýbreytni að byrjað verður að spila mótið í desember. Dalvík/Reynir er í B deild ásamt Hetti, KA 3, Þór 2, KF og Tindastól. D/R – Þór 2           Lau. 08. 12     … Read more »

Riðlar Lengjubikarsins klárir

KSÍ hefur opinberað riðlaskiptingu Lengjubikarsins fyrir komandi tímabil en leikið er í A, B og C deild, bæði í karla og kvenna flokki. Dalvík/Reynir leikur í B-deild en í þeirri deild eru 4 riðlar. D/R er í riðli númer 4 ásamt Einherja, Fjarðabyggð, Huginn/Hetti, Leikni F. og Völsungi. Leikin er einföld umferð og toppliðið úr… Read more »

Kelvin Sarkorh framlengir samning sinn

Varnarmaðurinn öflugi Kelvin Sarkorh hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Þetta eru frábærar fréttir þar sem Kelvin var einn af lykilmönnum í sterki vörn Dalvíkur/Reynis á nýliðnu tímabili. Kelvin var valinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins og einnig valinn í lið ársins í 3.deildinni. Kelvin Sarkorh, fæddur 1993, fæddist í Líberíu en fluttist ungur… Read more »

Sveinn Margeir framlengir til 2020

Þær frábæru fréttir voru að berast að Dalvíkingurinn knái Sveinn Margeir Hauksson hefur samþykkt nýjan samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Sveinn Margeir, sem fagnar einmitt 17 ára afmæli sínu í dag, skrifar undir tveggja ára samning og sýnir því félaginu mikla tryggð. Sveinn Margeir spilaði frábærlega síðasta sumar og var einn af lykilmönnum liðsins, þrátt fyrir ungan aldur…. Read more »

John Connolly kveður að sinni

John S. Connolly, Bandarískur markvörður Dalvíkur/Reynis, mun að öllu óbreyttu ekki spila með Dalvík/Reyni í 2.deildinni á næsta ári. John stóð sig frábærlega innan vallar sem utan og setti svip sinn á lið D/R. Hann var m.a. valinn í lið ársins 3.deildinni, fékk á sig færst mörk í deildinni og hélt hann markinu 9 sinnum hreinu… Read more »

Meistaraflokkur D/R af stað

Þriðjudaginn 6. nóvember mun meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis mæta aftur til æfinga og þá undir handleiðslu Óskars Bragasonar, þjálfara D/R. Leikmenn mæta þá aftur til starfa með hlaðin batterí eftir gott frí. Óskar mun halda fund með leikmönnum fyrir æfinguna og kynna sínar áherslur. Verið er að leggja lokahönd á teymið sem mun starfa með Óskari að… Read more »

Óskar Bragason tekur við Dalvík/Reyni (Staðfest)

Óskar Bragason hefur verið ráðinn nýr þjálfari Dalvíkur/Reynis fyrir komandi tímabil í 2.deild karla. Óskar skrifaði undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Á sama tíma framlengdu þrír leikmenn liðsins samninga sína við D/R. Óskar er þaulreyndur þjálfari en undanfarin þrjú tímabil hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari KA þar sem hann myndaði sterkt teymi ásamt… Read more »

Þrír leikmenn framlengja samninga

Þeir Steinar Logi Þórðarson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Jón Björgvin Kristjánsson hafa allir skrifað undir nýja samninga við Dalvík/Reyni. Leikmennirnir gera allir tveggja ára samninga við félagið. Steinar Logi Þórðarsson lék í sumar sinn hundraðasta leik fyrir félagið en hann er 25 ára varnarmaður. Hann hefur verið einn dyggasti leikmaður liðsins undanfarin ár og einn… Read more »