Category: Meistaraflokkur

Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur fór fram s.l. laugardagskvöld á veitingarstaðnum Norður á Dalvík.Vel var veitt í mat og drykk og var kvöldið hið skemmtilegasta. Einar Hafliða frá Urðum í Svarfaðardal var veislustjóri kvöldsins og Eyþór Ingi kom og hleypti lífi í kvöldið. Sem fyrr voru viðurkenningar veittar fyrir sumarið. Eins var notað tækifærið og viðurkenningar fyrir… Read more »

Myndir úr leiknum gegn Einherja

Dalvík/Reynir tók á móti Einherja á Dalvíkurvelli í gær. Leiknum lauk með 2-1 sigri okkar manna.Mörkin gerðu þeir Jón Heiðar Magnússon og Borja López Lagúna. Sævar Geir Sigurjónsson, fréttaljósmyndari, var á staðnum og tók nokkrar myndir.Myndirnar má nálgast hér á dalviksport.is Við þökkum Sævari kærlega fyrir myndirnar.

Myndaveisla frá Sindra leiknum

Í gær, fimmtudaginn 5. ágúst, tók Dalvík/Reynir á móti Sindra frá Höfn. Leikið var við frábærar aðstæður á Dalvíkurvelli. Leiknum lauk með 3-2 sigri Dalvíkur/Reynis þar sem Borja López Lagúna gerði þrennu! Sævar Geir Sigurjónsson, ljósmyndari, mætti á svæðið og skaut nokkrum myndum. Hér má nálgast myndaveislu úr leik gærdagsins en myndaveislan er einnig komin… Read more »

3. deild: Leikur gegn Hetti/Huginn

Fimmtudaginn 24. júní fer fram leikur á Dalvíkurvelli þegar topplið Hattar/Hugins mætir okkar mönnum.Leikur hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli. Höttur/Huginn er besta lið 3. deildar og sitja á toppnum í deildinni með 19 stig. Þeir hafa aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli. Okkar menn í Dalvík/Reyni hafa verið að ströggla í síðustu útileikjum… Read more »

Toppslagur í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli

Sunnudaginn 20. júní fer fram toppslagur í Pepsi Max deild karla á Dalvíkurvelli þegar KA og Valur mætast.Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer miðasala fram í gegnum Stubb-appið. Greifavöllur, heimavöllur KA manna, er ekki tilbúinn í slaginn þrátt fyrir að liðið sé langt fram á júní mánuð og verður leikurinn því spilaður á Dalvíkurvelli. Þetta… Read more »

Hátíðarleikur á Dalvíkurvelli

Mikið framundan hjá liðinu… Þann 17. júní fer fram leikur á Dalvíkurvelli milli Dalvíkur/Reynis og KFS frá Vestmannaeyjum. Leikurinn er hluti af 7. umferð 3. deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður hann sýndur beint á Youtube rás okkar, DalvíksportTV.Sem fyrr er útsending í boði Böggur Ehf. Okkar menn eru að sigla inn í… Read more »

Slagur á Dalvíkurvelli í kvöld

Í kvöld, fimmtudagskvöld 3. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og Tindastóls í 3. deild karla.Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli. Miðasala er opin á Stubb-appinu.Við minnum fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum, grímuskylda er á vellinum og fara skal eftir öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum. Við minnum á að sjoppa er á staðnum til styrktar… Read more »

Vilt þú aðstoða við Dalvíksport TV?

Knattspyrnudeild Dalvíkur stefnir á að sýna heimaleiki liðsins í beinu streymi á YouTube rás liðsins, DalvíksportTV.Við auglýsum eftir aðila/aðilum sem tilbúnir eru til að aðstoða okkur við þennan lið í framkvæmd á heimaleikjum. Á dögunum fékk Knattspyrnudeild nýjan búnað að gjöf frá smíðafyrirtækinu Böggur ehf.Videovélin er góð en ásamt henni fylgir stýrikerfi sem er gríðarlega… Read more »

D/R – Ægir í beinni á Youtube

Á laugardaginn 22. maí tekur Dalvík/Reynir á móti Ægi frá Þorlákshöfn í 3.deild karla. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Dalvíkurvelli. Leikurinn mun verða í beinni útsendingu á Youtube rás okkar, Dalviksport TV. Útsendingar frá Dalvíkurvelli verða í boði smíðafyrirtækisins Böggur ehf, en þar er meistarinn Jón Örvar Eiríksson og co. að standa þétt við bakið… Read more »

Toppslagur í Pepsi Max á Dalvíkurvelli

Toppslagur milli KA og Víkings Reykjavíkur mun fara fram á Dalvíkurvelli föstudaginn 21. maí klukkan 18:00.Miðasala á leikinn mun fara fram í gegnum Stubb appið. KA menn hafa verið í vandræðum með sinn heimavöll og hafa því leitað til Dalvíkur. Þeir léku fyrsta heimaleik sinn í 3. umferð einnig á Dalvíkurvelli þegar þeir unnu 3-0… Read more »