Category: Meistaraflokkur

Upphitun: Fyrsti heimaleikur í Boganum á Akureyri

Á laugardaginn næstkomandi, 26. maí, fer fram frysti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Leikið verður gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Eins og flestum er kunnugt kom Dalvíkurvöllur illa undan vetri og er því ekki í leikhæfur. Leikurinn hefur því verið færður í Bogann á Akureyri og hefst kl. 14:00. Ægis-menn unnu fyrsta leikinn sinn í Íslandsmótinu gegn Vængjum Júpíters 1-3… Read more »

Bleika slaufan á búningi D/R

Leikmenn Dalvíkur/Reynis munu bera Bleiku slaufuna á brjósti sér í allt sumar en Bleika slaufan er prentuð á brjóstið á nýjum keppnisbúningum liðsins. Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð ár hvert baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga… Read more »

Sætur sigur gegn Sindra mönnum

Á laugardaginn síðastliðinn léku okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Veðurútlit var ekki gott en spáð var hávaða roki og rigningu og setti það strik í ferðaplön liðsins. Þegar flautað var til leiks var veðrið hinsvegar ekki svo slæmt, stytt hafði upp og vindur viðráðanlegur. Leikurinn var aðeins 14. mínútna gamall skoraði Nökkvi Þeyr… Read more »

Upphitun: Sindri – D/R

Í dag, laugardaginn 19.maí, leika okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og munum við reyna að setja inn fréttir frá leiknum á facebook síðu Dalvíkur/Reynis. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð um síðustu helgi og er því töluvert undir. Sindra-menn léku gegn KH og töpuðu 3-1. Lið þeirra Sindra-mann… Read more »

Samningur um uppbyggingu Dalvíkurvallar undirritaður

Í dag samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samning um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík en samningurinn þess efnis var undirritaður í gær, mánudaginn 14. maí. Undir samninginn rita sveitarstjóri fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og formaður UMFS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dalvíkurbyggð. Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Dalvík. Tillaga þess efnis… Read more »

Tap í fyrsta leik – Frábærir stuðningsmenn

Dalvík/Reynir tapaði sínum fyrsta leik í 3.deildinni þetta sumarið. Leikið var í Fífunni í Kópavogi gegn Augnablik. Lokatölur leiksins voru 3-1. Í fyrrihálfleik réð Dalvík/Reynir lögum og lofum en inn vildi boltinn ekki. Markstöngin og markmaður Augnabliks var þá helsta fyrirstaðan. 0-0 í hálfleik. Í seinnihálfleik kom hinsvegar gífurlega slæmur 12 mínútna kafli hjá okkar… Read more »

Þorri og Nökkvi í Dalvík/Reynir (STAÐFEST)

Þær frábæru fréttir hafa borist að bræðurnir Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson hafa samið við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og munu leika með liðinu í sumar. Bræðurnir koma til liðs við Dalvík/Reyni frá Þýska liðinu Hannover96 þar sem þeir hafa spilað undanfarin ár. Þorri og Nökkvi hafa leikið fyrir U17 og U19 ára lið Hannover96… Read more »

Upphitun: Fyrsti leikur!

Laugardaginn 12. maí fer fram fyrsti leikur sumarsins hjá okkar mönnum í D/R. Fyrsta umferð í 3. deildinni fer þá fram og leikur Dalvík/Reynir útileik gegn nýliðum Augnabliks. Leikið verður í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 14:00. Augnablik er gífurlega öflugt lið og mikil stemning og góð umgjörð er í Kópavoginum. Í þeirra herbúðum má… Read more »

Styttist í fyrsta leik

Aðeins 3 dagar eru í fyrsta leik sumarsins en í fyrstu umferð eiga okkar menn útileik gegn Augnablik. Leikið verður í Fífunni og hefst leikurinn klukkan 14:00 á laugardaginn. Leikmannahópurinn er vel innstilltur á komandi verkefni en nokkrir lykil leikmenn eru að slást við meiðsli og óvíst með þáttöku þeirra í fyrsta leik. Um þessar… Read more »

Dalvíkurvöllur í slæmu ásigkomulagi

Dalvíkurvöllur kom gífurlega illa undan vetri eins og sjá má að meðfylgjandi myndum. Ljóst er að völlurinn er illa kalinn og fara þarf í kostnaðarsamar aðgerðir til að ná lífi í hann aftur. “Um 250 kg af fræi verða sett í völlinn með tvöfaldri krosssáningu ásamt því að töluvert magn af sandi verður sett á völlinn…. Read more »