Category: Barna- og unglingaráð

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014… Read more »

Getraunir á laugardagsmorgnum

Á laugardagsmorgnum hittist vaskur hópur fótboltaáhugamanna í aðstöðu okkar (neðri hæð sundlaugar) og tippar í gegnum Íslenskar Getraunir. Skemmtileg stemning hefur myndast í þessum hópi, fólk mætir um 11:30 og spjallar að “vitrænum” hætti um fótboltann. Hópurinn er opinn öllum og auglýst er hér með eftir fleiri aðilum til að taka þátt. Vel er tekið… Read more »

Strandarmótinu frestað

Hinu árlega Strandarmóti, sem fram átti að fara 18.júlí næstkomandi, hefur verið frestað fram á haustið vegna aðstæðna í landinu. Stjórn Barna- og unglingaráðs ásamt yfirþjálfara tóku þá ákvörðun að ábyrgast í stöðunni væri að fresta mótinu þar til öruggara er að bjóða yfir 1000 manns í heimsókn. Auðvelt er að færa þetta dagsmót til… Read more »

Æfingar hjá 8. flokki að hefjast

Æfingar hjá 8. flokki hefjast mánudaginn n.k. (15. júní) klukkan 16:30. Í 8. flokki eru krakkar fæddir 2014 – 2016 og geta yngstu börnin sem fædd eru 2016 byrjað að æfa 15. júní. Fundur fyrir nýja foreldra í 8. flokki verður haldinn fimmtudaginn 11. júní klukkan 17:00 í aðstöðunni (gengið inn sunnan megin við aðal… Read more »

Frábær þátttaka í facebook leik

Á dögunum fór af stað styrktarleikur á Facebook þar sem aðilar skoruðu á hvorn annan að standa þétt við bakið á íþróttaliðum í landinu.Vaskir Dalvíkingar og stuðningsmenn knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð riðu á vaðið og mátti sjá áskorunina fara út um víðan völl. Einna dýrmætast er að finna og sjá samheldnina í okkar fólki á tímum… Read more »

Skipulagðar æfingar hefjast aftur 4. maí

Þann 4. maí n.k. má reikna með að skipulagt íþróttastarf hefjist aftur í Dalvíkurbyggð.Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi barna og ungmenna (yngri en 16 ára) verða heimilar án áhorfenda eftir 4. maí og eru engar fjöldatakmarkanir settar á iðkendur. Áfram er þó hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar. Fyrir íþróttastarf fullorðina gilda þær takmarkanir… Read more »

Búið að draga í Páskahappdrættinu

Búið er að draga í Páskahappdrætti knattspyrnudeildar Dalvíkur. Hér fyrir neðan má sjá vinningsnúmerin ásamt vinningaskránni. Vinninga verður hægt að nálgast á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík (Helga Níelsar – netfang [email protected]). Einnig er hægt að nálgast vinninga með því að hafa samband við leikmenn Dalvíkur/Reynis eða í gegnum tölvupóstinn [email protected]. Við biðjum vinningshafa að hafa… Read more »

Engar æfingar á vegum Knattspyrnudeildar

Engar æfingar verða á vegum Knattspyrnudeildar Dalvíkur, sem og hjá öðrum félögum, á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. “Af þeim sökum og að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og… Read more »

Allar æfingar falla niður um óákveðin tíma

Vegna nýrra tilmæla ÍSÍ í gærkveldi þar sem mælst var til að íþróttastarf hjá börnum á leik- og grunnskólaldri falli niður sitt starf til 23.mars, hefur stjórn Barna- og unglingaráðs ákveðið að fylgja þeim tilmælum líkt og önnur íþróttafélög. Staðan verður svo endurmetin hjá ÍSÍ og yfirvöldum mánudaginn 23.mars og skoðað hvort breytingar verði á… Read more »

Æfingar yngriflokka falla niður á mánudag

Æfingar allra yngriflokka falla niður á mánudaginn 16. mars. Framhaldið skýrist seinni part mánudags og verða upplýsingar sendar. ÍSÍ hefur gefið út tilmæli sem miðar æfingar við 20 einstaklinga og að hópar skarast ekki fyrir og eftir æfingar. Við eigum auðvelt með að sníða okkur að þeim tilmælum. Hreyfingin er mikilvæg og mælist Víðir Reynisson… Read more »