Á morgun, föstudaginn 29. júní, fer fram alvöru slagur í 3. deildinni. Þá halda okkar menn í D/R suður í Borg Óttans og heimsækja KH. Leikið er á Valsvelli og hefjast leikar kl 20:00. Bæði lið eru með 15 stig í 2-3 sæti deildarinnar, stigi á eftir KV sem er í toppsætinu. Þetta er því… Read more »
Category: Meistaraflokkur
Flottur heimasigur á laugardaginn
Á laugardaginn s.l. tók Dalvík/Reynir á móti Vængjum Júpíters. Leikið var á iðagrænum Dalvíkurvelli og var góð stemning í stúkunni. Dalvík/Reynir voru töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og má í raun segja að eitt lið hafi verið á vellinum. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu leiksins þegar hann snéri varnarmenn Vængjanna… Read more »
Heimaleikur á laugardaginn
Þá er komið að næsta heimaleik Dalvíkur/Reynis en það er gegn Vængjum Júpíters. Leikurinn er á laugardaginn 23. júní og hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir kemur á góðu skriði inn í þennan leik en liðið hefur haldið markinu hreinu í síðustu tveim leikjum. Leikmenn liðsins eru staðráðnir í því að halda áfram á sigurbraut… Read more »
Flottur sigur á Vopnafirði – Myndaveisla
Í gær héldu okkar menn austur á land og léku við Einherja á Vopnafirði. Spilað var við ágætar aðstæður á Vopnafirði, völlurinn blautur en nánast logn. Fyrstu 15-20 mínútur leiksins var jafnræði á milli liðanna en eftir það tók D/R öll völd á vellinum. Okkar menn voru sterkari aðilinn að ógnuðu marki heimamanna. Fyrsta mark… Read more »
Næsti leikur: Einherji á útivelli
Á morgun, þriðjudaginn 19. júní, munu okkar menn í D/R heimsækja Einherja á Vopnafjörð. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Vopnafjarðarvelli. 10 dagar eru liðnir frá síðasta leik D/R en það var góður 2-0 heimasigur gegn KFG. Leikmenn og þjálfarateymið hafa nýtt pásuna vel í að fínpússa hlutina og menn eru staðráðnir í að ná í… Read more »
Myndir frá æfingu
Haukur Snorrason mætti á æfingu um daginn með myndavélina að vopni og skaut nokkrum skemmtilegum myndum. Æfingin var þann 4.6.2018 á Gullströndinni.
Sigurvegarar í facebook-leik
Á dögunum var settur í loftið getraunaleikur á facebook síðu Dalvíkur/Reynis. Þeir sem tóku þátt áttu möguleika á að vinna nýjar keppnistreyjur Dalvíkur/Reynis. Tvær keppnistreyjur voru í verðlaun að þessu sinni. Góð þátta var í leiknum og skemmtilegar ágiskanir bárust. Búið er að draga sigurvegara og sigurvegararnir eru þau Bergþóra Jónsdóttir og Friðrik Ingi Þórðarson…. Read more »
Myndaveisla úr fyrsta heimaleik
Haukur Snorrason var með myndavélina á lofti í fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli. Spilað var gegn KFG frá Garðabæ og endaði leikurinn með góðum 2-0 heimasigri okkar manna. Alltaf gaman að skoða skemmtilegar myndir.
Flottur heimasigur í fyrsta leik á Dalvíkurvelli
Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti KFG frá Garðabæ. Leikurinn var fyrsti leikur sumarsins á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir var töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og fengu a.m.k. tvö góð marktækifæri sem ekki nýttust. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Í þeim síðari voru okkar menn áfram sterkari aðilinn og uppskáru mark eftir 59…. Read more »
Leikmenn styrkja Ægi Þór
Leikmenn Dalvíkur/Reynis og KFG hafa tekið höndum saman og ákveðið að borga sig inn á eigin leik sem fer fram á Dalvíkurvelli á laugardaginn n.k. Þetta gera leikmenn til stuðnings við Ægir Þór Sævarsson, sem er 6 ára gamall fótboltaáhugamaður, en Ægir er með Duchenne sjúkdóminn. Sjá nánar um Ægi Þór og sjúkdóminn HÉR Knattspyrnudeild… Read more »
Nýlegar athugasemdir