Category: Meistaraflokkur

Flottur vinnudagur á Dalvíkurvelli

Í gærkvöldi var vinnudagur á Dalvíkurvelli þar sem svæðið okkar á Dalvíkurvelli var græjað fyrir fyrsta leik sumarsins. Leikmenn liðsins ásamt stjórnar- og stuðningsmönnum liðsins mættu á svæðið og hendur standa fram úr ermum. Eftir herlegheitin tók svo létt strandblak á nýjum og glæsilegum strandblaksvelli á Dalvík. Fyrsti leikur sumarsins á Dalvíkurvelli verður á laugardaginn kemur,… Read more »

Leikmannakynning

Leikmannahóp Dalvíkur/Reynis tímabilið 2018 má sjá hér að neðan ásamt myndum af leikmönnum liðsins og grunnupplýsingum. Myndirnar tók Haukur Snorrason.    

Fyrsti heimaleikur á Dalvíkurvelli á laugardaginn

Fyrsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli þetta sumarið verður spilaður á laugardaginn næstkomandi, 9. júní. Gestir okkar að þessu sinni eru KFG frá Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 14:00. Stuðningsmannafélagið Brúinn mun að sjálfsögðu mæta á svæðið og halda uppi stemningu á leiknum. Við hvetjum fólk til þess að mæta á leikinn! Ársmiðasala D/R er í… Read more »

Vinnudagur á Dalvíkurvelli

Nú styttist óðfluga í fyrsta leik sumarsins á Dalvíkurvelli. Leikurinn gegn KFG verður á Dalvíkuvelli á laugardaginn næstkomandi kl. 14:00. Knattspyrnudeild Dalvíkur auglýsir eftir sjálfboðaliðum í vinnudag á Dalvíkurvelli miðvikudaginn 06.06.2018 klukkan 18:00. Nóg er að verkefnum og margt þarf að gera til að koma svæðinu okkar í stand. Það munu allir geta fundið verkefni við hæfi…. Read more »

Snorri Eldjárn framlengir samning sinn

Þær gleðifréttir bárust á dögunum að maðurinn með bláa Dalvíkurhjartað en Kólumbíska blóðið, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni. Snorri Eldjárn (fæddur 1991) hefur leikið alla leiki liðsins þetta sumarið en í vetur var hann mikið í Kólumbíu þar sem hann er að slá í gegn sem tónlistarmaður. Snorri á að… Read more »

Tap gegn KV – Myndir

Á laugardaginn síðastliðinn lék Dalvik/Reynir útileik gegn KV. Leikurinn endaði með 3-2 tapi hjá okkur mönnum. Jóhann Örn skoraði fyrsta mark leiksins og kom okkur yfir 1-0. KV jafnaði metin skömmu síðar. Í síðari hálfleik var D/R sterkari aðilinn en inn vildi boltinn ekki. KV komst 2-1 eftir mark úr aukaspyrnu og svo stuttu síðar komust… Read more »

Ársmiðar komnir í sölu – Gjafaprís!

Ársmiðar Dalvíkur/Reynis eru komnir í sölu! Ársmiðarnir kosta litlar 6.500 kr. og gilda þeir á alla heimaleiki Dalvíkur/Reynis. Handhafar fá einnig aðgang að kaffiveitingum í hálfleik. Miðarnir eru í sölu hjá stjórnar- og leikmönnum Dalvíkur/Reynis en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

Næsti leikur: KV – D/R

Á morgun, föstudaginn 1. júní, mun Dalvík/Reynir leika útileik gegn KV. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og leikið er á KR-vellinum (á gervigrasi). KV-liðið hefur spilað vel það sem af er sumri og eru með öflugt lið. Þeir eru með 7 stig eftir 3 leiki sem þýðir að þeir eru ósigraðir. Markatalan hjá þeim er einnig… Read more »

Myndband af mörkum leiksins gegn Ægi

Hér fyrir neðan má sjá myndband af mörkum leiksins gegn Ægi. Það var Pálmi Heiðmann Birgisson sem klippti videóið saman, en Haraldur Ingólfsson tók leikinn upp fyrir hönd D/R. Við sendum þeim báðum þakkir fyrir.

Myndir úr leik D/R og Ægis

Hér má sjá myndir úr leik Dalvíkur/Reynis og Ægis, sem fór fram í Boganum þann 26. maí s.l. Leiknum lauk með 3-0 sigri okkar manna. Mörkin skoruðu þeir Nökkvi Þeyr, Jóhann Örn og Angantýr Máni. Myndirnar tók Skapti Hallgrímsson og kunnum við honum bestu þakkir. Video af mörkum leiksins er væntanlegt von bráðar.