Category: Meistaraflokkur

Breytt tímasetning á næsta heimaleik – Strandarmót um helgina

Næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis verður gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði. Leikið verður á Dalvíkurvelli á sunnudaginn n.k., 22. júlí. Leikurinn byrjar klukkan 16:30 en það er ný tímasetning á leiknum. Um helgina fer fram 25ára afmælismót Strandarmótsins. Leikið verður bæði laugardag og sunnudag. Leikið er með óbreyttu fyrirkomulagi en nánari upplýsingar og leikjaniðurröðun kemur inn… Read more »

Dramatík á Dalvíkurvelli

Á föstudaginn síðastliðinn tóku heimamenn í Dalvík/Reyni á móti Augnablik. Leikið var í mígandi rigningu á Dalvíkurvelli en frábær mæting var á völlinn. Fyrir leik hittust stuðningsmenn og ársmiðahafar í sérstöku upphitunarpartýi sem gekk vonum framar. Um 60-70 manns mættu á svæðið og var stemningin frábær! Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir okkar menn í D/R… Read more »

Upphitun: Dalvík/Reynir – Augnablik

Á morgun, föstudaginn 13. júlí fer fram næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Að þessu sinni koma Kópavogspiltar í Augnablik í heimsókn á Dalvíkurvöll. Leikurinn hefst kl. 20:00. Við minnum ársmiðahafa á sérstakat upphitunarteiti sem hefst klukkutíma fyrir leik, nánar um það hér. Augnablik er í 6. sæti deildarinnar með 13 stig þegar mótið er hálfnað. Í herbúðum… Read more »

Upphitun fyrir ársmiðahafa!

Fyrir leik á föstudaginn nk. er ársmiðahöfum boðið í upphitun að Sunnubraut 2 á Dalvík. Boðið verður uppá léttar veitingar á grillinu ásamt drykkjum. Mæting kl. 19:00. Gengið inn í garðinn að sunnan og á bak við hús á pallinn/garðskálann. Sveinn Þór þjálfari liðsins mun mæta á svæðið ásamt Snorra Eldjárn fyrirliða og munu þeir… Read more »

Markalaust jafntefli í nágrannaslag – Myndir

Í gærkvöldi tók D/R á móti nágrönnum okkar í Fjallabyggð. Leikið var á iðagrænum Dalvíkurvelli en veðurguðirnir settu sinn svip á leikinn. Þrátt fyrir leiðindar veður var frábær mæting á Dalvíkurvöll. Í fyrrihálfleik léku heimamenn með vindinn í andlitið og gekk brösulega að halda boltanum innan liðsins. Fátt markvert átti sér stað í fyrrihálfleiknum og… Read more »

Upphitun: Nágrannaslagur af bestu gerð

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí, fer fram nágrannaslagur milli Dalvíkur/Reynis og KF. Leikið verður á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 og hvetjum við fólk til að mæta á völlinn. Þessi leikur er sá síðasti í fyrri umferð 3. deildar þetta sumarið. Lið Dalvíkur/Reynis er á toppnum í deildinni með 18 stig eftir 8 leiki. D/R hefur verið á… Read more »

100 leikja klúbburinn

Þeir Kristinn Þór Björnsson og Steinar Logi Þórðarsson náðu þeim merka áfanga á dögunum að leika sinn hundraðasta meistaraflokksleik í fyrir Dalvík/Reyni. Aðeins eru taldir mótsleikir á vegum KSÍ. Kristinn á samtals að baki yfir 200 leiki fyrir Þór, Dalvík/Reyni og Leiftur/Dalvík en sigurinn gegn Einherja var leikur númer 100 hjá Kristni fyrir Dalvík/Reyni. Steinar… Read more »

Pálmi Heiðmann framlengir samning sinn

Þau gleðitíðindi bárust á dögunum að Pálmi Heiðmann Birgisson hefur framlengt samning sinn við félagið en samningurinn gildir út tímabilið 2019. Pálmi Heiðmann, sem fæddur er 1996, hefur verið leikmaður D/R síðan 2016 og spilað stórt hlutverk hjá liðinu. Hann á að baki um 40 leiki fyrir D/R og skorað í þeim 10 mörk. Pálmi er hæfileikaríkur… Read more »

Sterkur sigur gegn KH (myndir)

Á föstudaginn síðastliðinn héldu okkar menn suður á land og spiluðu við KH. Fyrir leik voru liðin saman í 2-3 sæti deildarinnar með 15 stig. Leikið var á glæsilegum gervigrasvelli á Hlíðarenda við toppaðstæður. Í byrjun leiks voru bæði lið að þreifa fyrir sér og leikurinn í járnum. Dalvík/Reynir fékk þó hættulegri færi. Undir lok… Read more »

Toppslagur í 3.deild: KH – DR

Á morgun, föstudaginn 29. júní, fer fram alvöru slagur í 3. deildinni. Þá halda okkar menn í D/R suður í Borg Óttans og heimsækja KH. Leikið er á Valsvelli og hefjast leikar kl 20:00. Bæði lið eru með 15 stig í 2-3 sæti deildarinnar, stigi á eftir KV sem er í toppsætinu. Þetta er því… Read more »