Þær gleðifréttir voru að berast að Sveinn Margeir Hauksson hefur skrifað undir samning við Dalvík/Reyni og mun því leika með liðinu næsta sumar. Sveinn er efnilegur og spennandi leikmaður sem kemur án efa til með að spila stórt hlutverk fyrir liðið næsta sumar. Svein Margeir ættu allir Dalvíkingar að þekkja en hann er 16 ára miðjumaður og… Read more »
Category: Meistaraflokkur
PÁSKAHAPPDRÆTTI
Frábært happdrætti komið í sölu. Hægt er að panta miða hér í kommentum eða hafa samband við leikmenn liðsins. Í fyrsta vinning má finna Segway Offroad hjól að verðmæti 150þús kr. frá Samleið. Flugsæti til Alicante í beinu flugi frá Akureyri þann 14. – 21. apríl með Ferðaskrifstofa Akureyrar ✈ Snósleðaleiga í hálfan dag með leiðsögumanni á… Read more »
Aðalfundur
Minnum á aðalfund félagsins sem haldinn verður í félagsaðstöðunni (neðri hæð sundlaugarinnar) klukkan 17:30 í dag, þriðjudaginn 20.febrúar. Allir velkomnir – heitt á könnunni
Heimamenn skrifa undir samninga
Góðar fréttir halda áfram að berast af leikmannahóp D/R en þeir Þröstur Mikael Jónasson, Rúnar Helgi Björnsson, Garðar Már og Patrekur Máni Guðlaugsson hafa allir skrifað undir samning við félagið. Eins og alþjóð veit þá eru þetta allt grjótharðir Dalvíkingar og lykilmenn í stefnu félagsins. Meðfylgjandi eru myndir af leikmönnunum við undirskrift samninga en með þeim eru Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari,… Read more »
Fannar Daði og Steinar Logi framlengja
Á dögunum skrifuðu þeir Fannar Daði Malmquist Gislason og Steinar Logi Þórðarson undir nýja samninga við D/R og leika því með liðinu næsta sumar. Fannar ætti að vera fólki kunnugur en þessi hárprúði drengur var valinn besti leikmaður D/R á síðasta tímabili. Hann skoraði 6 mörk síðasta sumar og átti fjöldann allan af stoðsendingum. Fannar, sem er fæddur árið 1996,… Read more »
John Connolly í D/R (STAÐFEST)
Dalvík/Reynir hefur samið við bandaríska markvörðinn John Connolly um að leika með liðinu næsta sumar. John Connolly er 28 ára gamall og hefur leikið við góðan orðstír í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. John Connolly er væntanlegur til landsins í byrjun mars og ætti því að geta byrjað að spilað með liðinu í… Read more »
Bókagjöf til klúbbsins
Á dögunum fékk félagið bókagjöf sem varðveitt verður í aðstöðu félagsins. Magni Þór Óskarsson færði félaginu veglegt safn af bókunum Íslensk Knattspyrna og var það Haukur Snorrason sem tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins. Félagið þakkar Magna kærlega fyrir gjöfina.
Nýlegar athugasemdir