Á morgun, föstudaginn 1. júní, mun Dalvík/Reynir leika útileik gegn KV. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og leikið er á KR-vellinum (á gervigrasi). KV-liðið hefur spilað vel það sem af er sumri og eru með öflugt lið. Þeir eru með 7 stig eftir 3 leiki sem þýðir að þeir eru ósigraðir. Markatalan hjá þeim er einnig… Read more »
Month: maí 2018
Myndband af mörkum leiksins gegn Ægi
Hér fyrir neðan má sjá myndband af mörkum leiksins gegn Ægi. Það var Pálmi Heiðmann Birgisson sem klippti videóið saman, en Haraldur Ingólfsson tók leikinn upp fyrir hönd D/R. Við sendum þeim báðum þakkir fyrir.
Myndir úr leik D/R og Ægis
Hér má sjá myndir úr leik Dalvíkur/Reynis og Ægis, sem fór fram í Boganum þann 26. maí s.l. Leiknum lauk með 3-0 sigri okkar manna. Mörkin skoruðu þeir Nökkvi Þeyr, Jóhann Örn og Angantýr Máni. Myndirnar tók Skapti Hallgrímsson og kunnum við honum bestu þakkir. Video af mörkum leiksins er væntanlegt von bráðar.
Frábær heimasigur
Á laugardaginn spilaði D/R sinn fyrsta heimaleik en leikið var í Boganum á Akureyri þar sem Dalvíkurvöllur er ekki klár. D/R byrjaði leikinn töluvert betur og voru sterkari aðilinn í fyrrihálfleik. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta mark leiksins þegar 7.mínútur voru liðnar af leiknum með geggjuðu marki. Jóhann Örn Sigurjónsson tvöfaldaði forystu okkar manna á… Read more »
Upphitun: Fyrsti heimaleikur í Boganum á Akureyri
Á laugardaginn næstkomandi, 26. maí, fer fram frysti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Leikið verður gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Eins og flestum er kunnugt kom Dalvíkurvöllur illa undan vetri og er því ekki í leikhæfur. Leikurinn hefur því verið færður í Bogann á Akureyri og hefst kl. 14:00. Ægis-menn unnu fyrsta leikinn sinn í Íslandsmótinu gegn Vængjum Júpíters 1-3… Read more »
Bleika slaufan á búningi D/R
Leikmenn Dalvíkur/Reynis munu bera Bleiku slaufuna á brjósti sér í allt sumar en Bleika slaufan er prentuð á brjóstið á nýjum keppnisbúningum liðsins. Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð ár hvert baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga… Read more »
Sætur sigur gegn Sindra mönnum
Á laugardaginn síðastliðinn léku okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Veðurútlit var ekki gott en spáð var hávaða roki og rigningu og setti það strik í ferðaplön liðsins. Þegar flautað var til leiks var veðrið hinsvegar ekki svo slæmt, stytt hafði upp og vindur viðráðanlegur. Leikurinn var aðeins 14. mínútna gamall skoraði Nökkvi Þeyr… Read more »
Upphitun: Sindri – D/R
Í dag, laugardaginn 19.maí, leika okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og munum við reyna að setja inn fréttir frá leiknum á facebook síðu Dalvíkur/Reynis. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð um síðustu helgi og er því töluvert undir. Sindra-menn léku gegn KH og töpuðu 3-1. Lið þeirra Sindra-mann… Read more »
Samningur um uppbyggingu Dalvíkurvallar undirritaður
Í dag samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samning um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík en samningurinn þess efnis var undirritaður í gær, mánudaginn 14. maí. Undir samninginn rita sveitarstjóri fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og formaður UMFS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dalvíkurbyggð. Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Dalvík. Tillaga þess efnis… Read more »
Tap í fyrsta leik – Frábærir stuðningsmenn
Dalvík/Reynir tapaði sínum fyrsta leik í 3.deildinni þetta sumarið. Leikið var í Fífunni í Kópavogi gegn Augnablik. Lokatölur leiksins voru 3-1. Í fyrrihálfleik réð Dalvík/Reynir lögum og lofum en inn vildi boltinn ekki. Markstöngin og markmaður Augnabliks var þá helsta fyrirstaðan. 0-0 í hálfleik. Í seinnihálfleik kom hinsvegar gífurlega slæmur 12 mínútna kafli hjá okkar… Read more »
Nýlegar athugasemdir