Month: maí 2018

Þorri og Nökkvi í Dalvík/Reynir (STAÐFEST)

Þær frábæru fréttir hafa borist að bræðurnir Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson hafa samið við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og munu leika með liðinu í sumar. Bræðurnir koma til liðs við Dalvík/Reyni frá Þýska liðinu Hannover96 þar sem þeir hafa spilað undanfarin ár. Þorri og Nökkvi hafa leikið fyrir U17 og U19 ára lið Hannover96… Read more »

Upphitun: Fyrsti leikur!

Laugardaginn 12. maí fer fram fyrsti leikur sumarsins hjá okkar mönnum í D/R. Fyrsta umferð í 3. deildinni fer þá fram og leikur Dalvík/Reynir útileik gegn nýliðum Augnabliks. Leikið verður í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 14:00. Augnablik er gífurlega öflugt lið og mikil stemning og góð umgjörð er í Kópavoginum. Í þeirra herbúðum má… Read more »

Þrír krakkar frá Dalvík í Hæfileikamótun KSÍ

Föstudaginn 18. maí fer fram Hæfileikamótun KSÍ fyrir stráka og stúlkur á norðurlandi. Að þessu sinni fara æfingarnar fram á Húsavík og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005. Þrír leikmenn frá Dalvík hafa verið valdir í þetta verkefni en þeir eru: Bessi Mar Ottósson Elvar Freyr Jónsson Rebbekka Lind Aðalsteinsdóttir Hópinn í heild… Read more »

Styttist í fyrsta leik

Aðeins 3 dagar eru í fyrsta leik sumarsins en í fyrstu umferð eiga okkar menn útileik gegn Augnablik. Leikið verður í Fífunni og hefst leikurinn klukkan 14:00 á laugardaginn. Leikmannahópurinn er vel innstilltur á komandi verkefni en nokkrir lykil leikmenn eru að slást við meiðsli og óvíst með þáttöku þeirra í fyrsta leik. Um þessar… Read more »

Dalvíkurvöllur í slæmu ásigkomulagi

Dalvíkurvöllur kom gífurlega illa undan vetri eins og sjá má að meðfylgjandi myndum. Ljóst er að völlurinn er illa kalinn og fara þarf í kostnaðarsamar aðgerðir til að ná lífi í hann aftur. “Um 250 kg af fræi verða sett í völlinn með tvöfaldri krosssáningu ásamt því að töluvert magn af sandi verður sett á völlinn…. Read more »

Ingólfur Árnason í D/R (STAÐFEST)

Ingólfur Árnason hefur gert tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun því leika með liðinu næstu tvö ár. Ingólfur, sem er 25 ára miðjumaður, ætti að vera Dalvíkingur vel kunnugur því hann lék með liðinu árið 2.deild árið 2013 við góðan orðstír. Það sumar lék Ingó 23 leiki fyrir D/R og skoraði í þeim 3… Read more »

Fyrsti vinningur í happdrættinu genginn út

Handhafi af happdrættismiða númer 533, sem hlaut fyrsta vinning í Páskahappdrætti Knattspyrnudeildar Dalvíkur er fundinn. Í dag mættu þeir feðgar Sigurður Rúnar Sigurðsson og Vilhjálmur Sigurðsson, 13 ára Akureyringur, og náðu í Segway offroad hjólið sitt sem var í boði Samleið ehf. Þeir feðgar voru sannarlega himinlifandi með nýju græjuna sína og lofðu að kaupa… Read more »