Í gær lék Dalvík/Reynir gegn Vængjum Júpíters í 16.umferð 3.deildar karla. Leikið var á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll. Okkar menn í Dalvík/Reyni léku ágætlega í þeim fyrri en liðið skapaði sér fín marktækifæri. D/R átti meðal annars marktilraun eftir horn sem endaði í stöng heimamanna en inn vildi boltinn ekki. Í síðari hálfleik náðu leikmenn… Read more »
Month: ágúst 2018
Upphitun: Útileikur gegn Vængjum Júpíters
Sunnudaginn 26. ágúst fer fram þriðji leikur Dalvíkur/Reynis á 8 dögum en að þessu sinni etjum við kappi við Vængi Júpíters. Leikið verður á gervigrasinu við Egilshöll og hefst leikurinn kl. 15:00 Vængir Júpíters hafa heldur betur blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan 2-0 sigur gegn KH í síðustu umferð. Vængirnir eru því komnir með… Read more »
200 leikja Gunni – Myndaveisla úr síðasta leik
Gunnar Már Magnússon, leikmaður Dalvíkur/Reynis, var veitt viðurkenning fyrir síðasta heimaleik liðsins. Viðurkenninguna fær Gunnar fyrir að hafa náð þeim merka áfanga að leika 200 leiki fyrir meistaraflokk Dalvíkur. Gunnar hefur leikið bæði fyrir meistaraflokk Leiftur/Dalvíkur og svo flesta leiki fyrir Dalvík/Reyni. Vel gert, Gunni! Haukur Snorrason var með mynavélina á lofti og má sjá… Read more »
Þriðja jafnteflið í röð
Í gærkvöldi tóku heimamenn í D/R á móti Einherja frá Vopnafirði. Flott mæting var á völlinn og stemningin góð. Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins leiksins um miðbik fyrrihálfleiks en fyrir það áttu leikmenn m.a. þrjú stangarskot og nokkur góð marktækifæri sem ekki náði að nýta. Í síðari hálfleik byrjuðu leikmenn D/R að miklum… Read more »
Upphitun: Vopnfirðingar í heimsókn
Á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, hefst 15. umferð Íslandsmótsins í 3. deild með leik Dalvíkur/Reynis og Einherja. Leikurinn byrjar klukkan 18:30 á Dalvíkurvelli og er búist við hörku slag. Einherja menn hafa átt frábæra seinni umferð og blandað sér hressilega í toppbaráttuna. Liðið er með 21 stig í 5. sæti deildarinnar og því aðeins 3… Read more »
Umfjöllun: Stig í Garðabæ
Í gær lék Dalvík/Reynir við KFG í Garðabæ. Leikið var á Samsung-velli Stjörnunar í sól og blíðu en smávægilegur vindur sett svip sinn á leikinn. Mikið var í húfi fyrir liðsmenn KFG þar sem þeir eru í harðri baráttu um 2. sæti deildarinnar. Það var því ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja… Read more »
Upphitun: Toppslagur í Garðabæ
Á laugardaginn fer fram næsti leikur Dalvíkur/Reynis og er það toppslagur að bestu gerð. Við höldum í Garðabæinn og heimsækjum þar heimamenn í KFG. Leikið verður á Samsung-vellinum og hefst leikurinn klukkan 14:00. KFG er sennilega eitt manna lið deildarinnar og með marga reynslumikla leikmenn. Á heimavelli eru þeir gífurlega sterkir en þeir hafa aðeins tapað… Read more »
HM framlag til aðildarfélaga KSÍ
Fyrr á árinu tilkynnti KSÍ að 200 mkr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstak HM framlag. Nú hefur stjórn KSÍ gert það opinbert hvernig greiðslurnar skiptast. Knattspyrnudeild Dalvíkur fær í sinn hlut rúmlega 1,6 mkr. frá í HM framlagi frá KSÍ. Engar kvaðir liggja fyrir um noktun á þessum fjármunum en stjórn… Read more »
Jafntefli í Fiskidagsleiknum – Myndir
Á fimmtudaginn síðastliðinn tók D/R á móti KV í Fiskidagsleiknum 2018. Leikið var við frábærar aðstæður á Dalvíkurvelli og var töluverður fólksfjöldi á leiknum. Dalvík/Reynir voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og áttu nokkur frábær færi í fyrrihálfleiknum. Í síðari hálfleiknum var sagan svipuð þrátt fyrir að KV hafi ógnað marki heimamanna meira en í þeim… Read more »
Upphitun klukkutíma fyrir leik á morgun
Á morgun, fim. 9. ágúst, fer fram fiskidagsleikurinn á milli Dalvíkur/Reynis og KV. Leikurinn byrjar klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli en upphitun fyrir ársmiðahafa og stuðningsmenn hefst klukkutíma fyrir leik í aðstöðunni okkar í sundlauginni. Sigurvin Fíllinn Jónsson, Biggó Össurar og Þórir Áskels munu grilla hamborgara og verða með til sölu á gjafaprís! Léttar veitingar verða í… Read more »
Nýlegar athugasemdir